Víkingaklappið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. ágúst 2016 10:29 Húh, búmm búmm, húh. Líklega er fátt sem hefur sameinað þjóðina jafn innilega á EM í sumar. Við upplifðum okkur einhvern veginn öll sem þátttakendur sem endurspeglaðist í víkingaklappinu svokallaða (reyndar þykir það víst eitthvað asnalegt að minnast á víkinga í samhengi við árangur í íþróttum). Allir útlendingar sem hittu Íslendinga í Evrópu í sumar heilsuðu svona: Búmm, búmm, húh. Athyglin sem við Íslendingar fengum í sumar fór okkur vel. Við gátum loksins sett kassann út aftur. Við áttum stúkuna í stóru leikjunum og vorum stolt af því. Aftur vorum við orðin einstök en nú, öfugt við árangurinn á fjármálasviðinu, var árangurinn óumdeildur, mælanlegur. Húh, búmm, búmm, húh. Við klöppuðum taktfast í sameiningu. Í Frakklandi, á Austurvelli, heima í stofu, í flugvélinni og bara hvar sem nokkrir Íslendingar voru samankomnir með eitthvað sem líktist trommu. En eftir Evrópumótið hefur þetta haldið áfram. Búmm, Búmm, húh. Hefur heyrst víða, löngu eftir að Evrópumótinu lauk. Sumum finnst þetta æðislegt, öðrum finnst þetta hrikalega vandræðalegt. Sameiningartáknið er nú farið að verða tákn sundrungar. Þess vegna er mikilvægt að við sem samfélag komumst að samkomulagi. Við þurfum að finna út hvenær má nota: Búmm, Búmm húh. Við þurfum að eiga samræðuna, við þurfum að komast að niðurstöðu. Fólk er farið að rífast um þetta og nú þurfa málsmetandi aðilar að leggja lóð sín á vogaskálarnar. Það er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Húh, búmm búmm, húh. Líklega er fátt sem hefur sameinað þjóðina jafn innilega á EM í sumar. Við upplifðum okkur einhvern veginn öll sem þátttakendur sem endurspeglaðist í víkingaklappinu svokallaða (reyndar þykir það víst eitthvað asnalegt að minnast á víkinga í samhengi við árangur í íþróttum). Allir útlendingar sem hittu Íslendinga í Evrópu í sumar heilsuðu svona: Búmm, búmm, húh. Athyglin sem við Íslendingar fengum í sumar fór okkur vel. Við gátum loksins sett kassann út aftur. Við áttum stúkuna í stóru leikjunum og vorum stolt af því. Aftur vorum við orðin einstök en nú, öfugt við árangurinn á fjármálasviðinu, var árangurinn óumdeildur, mælanlegur. Húh, búmm, búmm, húh. Við klöppuðum taktfast í sameiningu. Í Frakklandi, á Austurvelli, heima í stofu, í flugvélinni og bara hvar sem nokkrir Íslendingar voru samankomnir með eitthvað sem líktist trommu. En eftir Evrópumótið hefur þetta haldið áfram. Búmm, Búmm, húh. Hefur heyrst víða, löngu eftir að Evrópumótinu lauk. Sumum finnst þetta æðislegt, öðrum finnst þetta hrikalega vandræðalegt. Sameiningartáknið er nú farið að verða tákn sundrungar. Þess vegna er mikilvægt að við sem samfélag komumst að samkomulagi. Við þurfum að finna út hvenær má nota: Búmm, Búmm húh. Við þurfum að eiga samræðuna, við þurfum að komast að niðurstöðu. Fólk er farið að rífast um þetta og nú þurfa málsmetandi aðilar að leggja lóð sín á vogaskálarnar. Það er nauðsyn.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun