Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 19. desember 2016 15:21 Það styttist í næsta veiðisumar en aðeins eru rétt rúmlega þrír mánuðir þangað til veiðimenn byrja að þenja veiðistangirnar á ný. Það er mikið að gera hjá veiðileyfasölum þessa dagana enda eru veiðimenn þegar farnir að bóka daga fyrir komandi sumar. Umsóknarferlið hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fer að fara í gang og söluskráin að detta í dreifingu til félagsmanna. Nokkrar breytingar verða á framboði hjá félaginu en Leirvogsá verður ekki í sölu á næsta ári. Staðartorfa, sem hingað til hefur verið selt sér sem tveggja stanga svæði tilheyrir nú Laxárdal en ekki verður fjölgað stöngum á veiðisvæðin og munu því fleiri svæði verða hvíld. Svæðið ofan Kattarfoss í Hítárá verður selt sér, 2 stangir saman á stökum dögum frá 7. – 18. september frá morgni til kvölds. Ásamt þessu eru eftirtalin atriði meðal þeirra sem einhver breyting verður á eins og sést í tilkynningu frá félaginu.Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta kvóta í sumum ám fyrir árið 2017 og breytingarnar eru þessar:Hítará – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.Gljúfurá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.Sogið – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt og maðkur verður bannaður.Andakílsá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vaktLaxárdalur – Öllum fiski skal sleppt en áfram verður leyft að hirða 2 urriða á vakt á stöng á Staðartorfu.Eldvatnsbotnar – Öllum fiski skal sleppt aftur.Öllum laxi yfir 70 cm skal skilyrðislaust sleppa aftur á öllum svæðum SVFR. Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði
Það styttist í næsta veiðisumar en aðeins eru rétt rúmlega þrír mánuðir þangað til veiðimenn byrja að þenja veiðistangirnar á ný. Það er mikið að gera hjá veiðileyfasölum þessa dagana enda eru veiðimenn þegar farnir að bóka daga fyrir komandi sumar. Umsóknarferlið hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fer að fara í gang og söluskráin að detta í dreifingu til félagsmanna. Nokkrar breytingar verða á framboði hjá félaginu en Leirvogsá verður ekki í sölu á næsta ári. Staðartorfa, sem hingað til hefur verið selt sér sem tveggja stanga svæði tilheyrir nú Laxárdal en ekki verður fjölgað stöngum á veiðisvæðin og munu því fleiri svæði verða hvíld. Svæðið ofan Kattarfoss í Hítárá verður selt sér, 2 stangir saman á stökum dögum frá 7. – 18. september frá morgni til kvölds. Ásamt þessu eru eftirtalin atriði meðal þeirra sem einhver breyting verður á eins og sést í tilkynningu frá félaginu.Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta kvóta í sumum ám fyrir árið 2017 og breytingarnar eru þessar:Hítará – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.Gljúfurá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.Sogið – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt og maðkur verður bannaður.Andakílsá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vaktLaxárdalur – Öllum fiski skal sleppt en áfram verður leyft að hirða 2 urriða á vakt á stöng á Staðartorfu.Eldvatnsbotnar – Öllum fiski skal sleppt aftur.Öllum laxi yfir 70 cm skal skilyrðislaust sleppa aftur á öllum svæðum SVFR.
Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði