Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2016 08:31 Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera fantagóð og er áinn sú langhæsta á aflatölulista sumarsins. Það veiðast ekki bara smálaxar í Ytri Rangá en það hefur sjaldan verið jafn gott hlutfall tveggja ára laxa í henni eins og í sumar. Það hefur þó ekki, samkvæmt okkar heimildum, tekist að landa laxi yfir 100 sm fyrr en í fyrradag en þá var stærsti lax sem hefur veiðst í ánni dreginn á land í Gutlfossbreiðu sem er einn efsti veiðistaðurinn í ánni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er þetta rígvænn og sver hausthængur sem er kominn í hrygningarskrúða. Laxinn var 104 sm að lengd og var vigtaður 11 kíló. Það sást einn stærðarlax í þrepunum í laxastiganum í Ægissíðufossi í sumar og spurning hvort að þetta sé sá höfðingi? Ef þetta er ekki hann þá er annar svona og örugglega fleiri sem bíða eftir agni veiðimanna við Ytri Rangá í haust. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera fantagóð og er áinn sú langhæsta á aflatölulista sumarsins. Það veiðast ekki bara smálaxar í Ytri Rangá en það hefur sjaldan verið jafn gott hlutfall tveggja ára laxa í henni eins og í sumar. Það hefur þó ekki, samkvæmt okkar heimildum, tekist að landa laxi yfir 100 sm fyrr en í fyrradag en þá var stærsti lax sem hefur veiðst í ánni dreginn á land í Gutlfossbreiðu sem er einn efsti veiðistaðurinn í ánni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er þetta rígvænn og sver hausthængur sem er kominn í hrygningarskrúða. Laxinn var 104 sm að lengd og var vigtaður 11 kíló. Það sást einn stærðarlax í þrepunum í laxastiganum í Ægissíðufossi í sumar og spurning hvort að þetta sé sá höfðingi? Ef þetta er ekki hann þá er annar svona og örugglega fleiri sem bíða eftir agni veiðimanna við Ytri Rangá í haust.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði