Innihaldsríkur bakþanki Berglind Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Ég tek sjálfa mig venjulega frekar óhátíðlega en ákvað nýlega að breyta út af vananum og fór sérstaklega upp í sveit til að skrifa þennan bakþanka. Ég bara verð að komast úr bænum, elskan, sagði ég við elskuna mína sem rúllaði undir eins upp svefnpokunum og reddaði sumarbústað hjá starfsmannafélagi eins og hendi væri veifað. Ég bara get ekki skrifað bakþanka í þessum ys og þys, elskan, dæsti ég þar sem við keyrðum sem leið lá upp Ártúnsbrekkuna. Lesendur blaðsins munu undir eins skynja það hvað ég er stressuð ef ég skrifa þetta í erli borgarinnar, elskan, andvarpaði ég meðan ég tróð sveppum í umhverfisvænan poka í kjörbúð á Flúðum. Og hingað er ég komin, upp í sumarbústað með fjölskylduna og úrval ídýfa meðferðis. Þetta er sannkölluð vetrarparadís og að horfa út um gluggann er eins og að horfa á málverk eftir langskólagenginn landslagsmálara. Í bústaðnum í brekkunni fyrir neðan eru reyndar unglingar sem virðast vera að prófa sig áfram með hugvíkkandi efni í heitum potti en ef maður pírir augun og lokar eyrunum tekur maður alls ekki eftir þeim. Hinum megin við þjóðveginn standa hestar í hring og stinga saman nefjum. Þeir eru að plotta eitthvað. Og þá er það næsta mál á dagskrá, að skrifa yndislegan bakþanka sem lesendur Fréttablaðsins geta spænt í sig yfir morgunmatnum og haldið í kjölfarið glaðir út í þennan mánudag. Það er mesta furða hvað heitur pottur, léleg sturta og mexíkóostur í grilluðum flúðasvepp getur gert fyrir sköpunarkraftinn. Það er eins og maður fyllist af náttúrunni og hún spýtist hreinlega í gegnum mann á hnappa lyklaborðsins. Guði sé lof að ég dreif mig hingað upp eftir, annars hefði þessi bakþanki ekki fjallað um neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ég tek sjálfa mig venjulega frekar óhátíðlega en ákvað nýlega að breyta út af vananum og fór sérstaklega upp í sveit til að skrifa þennan bakþanka. Ég bara verð að komast úr bænum, elskan, sagði ég við elskuna mína sem rúllaði undir eins upp svefnpokunum og reddaði sumarbústað hjá starfsmannafélagi eins og hendi væri veifað. Ég bara get ekki skrifað bakþanka í þessum ys og þys, elskan, dæsti ég þar sem við keyrðum sem leið lá upp Ártúnsbrekkuna. Lesendur blaðsins munu undir eins skynja það hvað ég er stressuð ef ég skrifa þetta í erli borgarinnar, elskan, andvarpaði ég meðan ég tróð sveppum í umhverfisvænan poka í kjörbúð á Flúðum. Og hingað er ég komin, upp í sumarbústað með fjölskylduna og úrval ídýfa meðferðis. Þetta er sannkölluð vetrarparadís og að horfa út um gluggann er eins og að horfa á málverk eftir langskólagenginn landslagsmálara. Í bústaðnum í brekkunni fyrir neðan eru reyndar unglingar sem virðast vera að prófa sig áfram með hugvíkkandi efni í heitum potti en ef maður pírir augun og lokar eyrunum tekur maður alls ekki eftir þeim. Hinum megin við þjóðveginn standa hestar í hring og stinga saman nefjum. Þeir eru að plotta eitthvað. Og þá er það næsta mál á dagskrá, að skrifa yndislegan bakþanka sem lesendur Fréttablaðsins geta spænt í sig yfir morgunmatnum og haldið í kjölfarið glaðir út í þennan mánudag. Það er mesta furða hvað heitur pottur, léleg sturta og mexíkóostur í grilluðum flúðasvepp getur gert fyrir sköpunarkraftinn. Það er eins og maður fyllist af náttúrunni og hún spýtist hreinlega í gegnum mann á hnappa lyklaborðsins. Guði sé lof að ég dreif mig hingað upp eftir, annars hefði þessi bakþanki ekki fjallað um neitt.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun