Ný og endurbætt Surface Book Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 16:45 Panos Panay frá Microsoft kynnti Surface Book i7. Vísir/AFP Microsoft hélt kynningu á nýjum vörum fyrirtækisins í New York í dag. Þar var meðal annars kynnt ný Surface Book tölva og Surface Studio. Auk þess kynnti fyrirtækið nýja útgáfu af forritinu Paint og væntanlega uppfærslu á Windows 10. Nýjasta fartölva/spjaldtölva Microsoft, Surface Book i7 hefur verið uppfærð verulega og er fyrirtækið á miða á tölvuleikjaspilara. Microsoft heldur því fram að hún sé tvöfalt öflugari en fyrri útgáfa tölvunnar og með um 30 prósent öflugari rafhlöðu. Á hún að endast í um 16 klukkustundir. Allt sem var kynnt á 90 sekúndum.Microsoft kynnti einnig borðtölvuna Surface Studio. Skjárinn er einungis 13 mm þykkur og er tölvan ætluð teiknurum, hönnuðum og fólki sem vinnur við myndvinnslu. Hægt er að halla skjánum, sem einnig er snertiskjár, verulega svo hann verði í raun að teikniborði. Tölvan inniheldur Intel i5/i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákort, allt að 32 GB vinnsluminni og 2TB harðan disk. Þá er hægt að kaupa snúningshnapp með tölvunni sem nota á fyrir fíngerðar stillingar. Jafnvel er hægt að setja það á skjáinn og miðast notagildi hnappsins þar við hvað verið er að gera á skjánum. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Microsoft hélt kynningu á nýjum vörum fyrirtækisins í New York í dag. Þar var meðal annars kynnt ný Surface Book tölva og Surface Studio. Auk þess kynnti fyrirtækið nýja útgáfu af forritinu Paint og væntanlega uppfærslu á Windows 10. Nýjasta fartölva/spjaldtölva Microsoft, Surface Book i7 hefur verið uppfærð verulega og er fyrirtækið á miða á tölvuleikjaspilara. Microsoft heldur því fram að hún sé tvöfalt öflugari en fyrri útgáfa tölvunnar og með um 30 prósent öflugari rafhlöðu. Á hún að endast í um 16 klukkustundir. Allt sem var kynnt á 90 sekúndum.Microsoft kynnti einnig borðtölvuna Surface Studio. Skjárinn er einungis 13 mm þykkur og er tölvan ætluð teiknurum, hönnuðum og fólki sem vinnur við myndvinnslu. Hægt er að halla skjánum, sem einnig er snertiskjár, verulega svo hann verði í raun að teikniborði. Tölvan inniheldur Intel i5/i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákort, allt að 32 GB vinnsluminni og 2TB harðan disk. Þá er hægt að kaupa snúningshnapp með tölvunni sem nota á fyrir fíngerðar stillingar. Jafnvel er hægt að setja það á skjáinn og miðast notagildi hnappsins þar við hvað verið er að gera á skjánum.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent