Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2016 22:44 Vísir/Getty Apple hefur þurft að fresta útgáfu Airpods, þráðlausu heyrnartólanna, sem kynnt voru til leiks samhliða iPhone 7 síma fyrirtækisins í september. Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu.„Við trúum ekki á það að gefa út vöru áður en hún er tilbúin. Við þurfum aðeins meiri tíma fyrir AirPods,“ sagði talsmaður Apple án þess að gefa nánari skýringar. Upphaflega var stefnt að því að heyrnartólin kæmu á markað í þessum mánuði. Ekki hefur verið gefið út hvenær heyrnartólin koma á markað. Sjaldgæft er að Apple lendi í vandræðum með að gefa út vörur sem þeir hafa áður auglýst. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2011 sem slíkt gerist en þá komu upp vandræði með hvítu útgáfu iPhone 4. Kom hún út nokkrum mánuðum síðar en áætlað var vegna framleiðsluvandamála. Airpods vöktu mikla athygli þegar þau voru kynnt til sögunnar enda er ekkert tengi fyrir heyrnartól á iPhone 7 símum Apple. Neyðast því margir til þess að nota þráðlaus heyrnartól í takt við iPhone 7 síma sína. Tækni Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple hefur þurft að fresta útgáfu Airpods, þráðlausu heyrnartólanna, sem kynnt voru til leiks samhliða iPhone 7 síma fyrirtækisins í september. Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu.„Við trúum ekki á það að gefa út vöru áður en hún er tilbúin. Við þurfum aðeins meiri tíma fyrir AirPods,“ sagði talsmaður Apple án þess að gefa nánari skýringar. Upphaflega var stefnt að því að heyrnartólin kæmu á markað í þessum mánuði. Ekki hefur verið gefið út hvenær heyrnartólin koma á markað. Sjaldgæft er að Apple lendi í vandræðum með að gefa út vörur sem þeir hafa áður auglýst. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2011 sem slíkt gerist en þá komu upp vandræði með hvítu útgáfu iPhone 4. Kom hún út nokkrum mánuðum síðar en áætlað var vegna framleiðsluvandamála. Airpods vöktu mikla athygli þegar þau voru kynnt til sögunnar enda er ekkert tengi fyrir heyrnartól á iPhone 7 símum Apple. Neyðast því margir til þess að nota þráðlaus heyrnartól í takt við iPhone 7 síma sína.
Tækni Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira