Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 20. desember 20. desember 2016 11:19 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Það getur verið ótrúlega gaman að leika einhvern annan en maður er. Í dag ætla þau Hurðaskellir og Skjóða að kenna ykkur að gera snjókarla og jólasveinagrímur og þá getið þið leikið snjókarla og jólasveina. Grunnurinn að grímunum þeirra eru hvítir pappadiskar, á hann gera þau 2 göt, fyrir augun og síðan líma þau efni og bómul á diskana, auk þess sem þau teikna eða mála á þá. Einfalt og þægilegt en úr þessu verða þessar líka flottu grímur. Frekari upplýsingar má finna á jolasveinar.is og á Facebook-síðu jólasveinanna. Mest lesið Hnoðuð terta Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Ýmsar grýlusögur og leikrit Jól Hafraský Jólin Englahárið á jólatrénu Jól Ekki byrjuð inni ennþá Jólin Óhefðbundið skraut Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 16. desember Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Það getur verið ótrúlega gaman að leika einhvern annan en maður er. Í dag ætla þau Hurðaskellir og Skjóða að kenna ykkur að gera snjókarla og jólasveinagrímur og þá getið þið leikið snjókarla og jólasveina. Grunnurinn að grímunum þeirra eru hvítir pappadiskar, á hann gera þau 2 göt, fyrir augun og síðan líma þau efni og bómul á diskana, auk þess sem þau teikna eða mála á þá. Einfalt og þægilegt en úr þessu verða þessar líka flottu grímur. Frekari upplýsingar má finna á jolasveinar.is og á Facebook-síðu jólasveinanna.
Mest lesið Hnoðuð terta Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Ýmsar grýlusögur og leikrit Jól Hafraský Jólin Englahárið á jólatrénu Jól Ekki byrjuð inni ennþá Jólin Óhefðbundið skraut Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 16. desember Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól