Tina hefur í gegnum tíðina hannað mikið af fötum, til dæmis fyrir tónleikaferðalög Beyonce, og brúðkaupið var engin undantekning. Kjóllinn umtalaði var hvítur, ermalaus og mundu sumir segja hann vera heldur rjómatertulegur í útliti.
Tina sagði í viðtali á dögunum að dóttir hennar sé svo ljúf að hún hefði ekki þorað að segja neitt við mömmu sína fyrir brúðkaupið. Beyonce hafi þó komið til mömmu sinnar fyrir nokkrum dögum og sagt, mjög lúmskt, „þegar dóttir mín giftir sig þá fær hún að velja sinn eigin kjól".
Það er því greinilegt að Beyonce var ekkert sérstaklega sátt með kjólinn sem móðir hennar hannaði á hana en þrátt fyrir allt þá var hún gullfalleg á stóra deginum, alveg sama hvernig kjóllinn leit út.


