Hvar er Kalli? Ritstjórn skrifar 20. ágúst 2015 09:07 Það þekkja sennilega allir bækurnar Hvar er Valli? um karakterinn Valla sem virðist hafa sérstaklega gaman af því að fela sig í miklum mannfjölda í röndóttu peysunni sinni. Nú er hinsvegar á leiðinni ný, og fágaðari útgáfa af þessari frægu bók. Í stað þess að leita að Valla, þá leitar þú að Kalla, Karl Lagerfeld. Annar höfundur bókarinnar er Stacey Caldwell, aðstoðarforstjóri tískumerkisins Thakoon. Hún segir hugmyndina hafa komið þegar hún sá þegar fólk hitti Karl á förnum vegi í París, að þá lét það eins og það væri eina fólkið í veröldinni sem væri það heppið að hitta hann. Fimm mínútum seinna myndi leikurinn svo endurtaka sig. Í bókinni hefur röndóttu peysunni verið skipt út fyrir einkennisklæðnað Lagerfeld; svört, þröng jakkaföt, hvít skyrta, svart bindi og sólgleraugu. Staðirnir sem hægt er að finna Kalla á eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Eitt þekktasta kaffihúsið í París Café de Flore, Met Gala í New York, Coqui Coqui ströndin í Tulum og Chanel tískusýningin í Grand Palais í París eru meðal staðanna sem Kalli felur sig á. Það skemmtilega við bókina er að á meðan þú leitar að Kalla, þá eru í þvögunni þónokkrir þekktir einstaklingar. Fatahönnuðirnir Pheobe Philo og Riccardo Tici ásamt fyrirsætunni Lily Aldridge. Áhugasamir geta pantað bókina fyrirfram hér, en hún kemur út 15. september. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Metnaðargræðgi Korkimon Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Í sérsaumuðum jakkafötum frá Stellu McCartney Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Gallabuxur vinsælar á götum Parísarborgar Glamour Franca Sozzani látin Glamour
Það þekkja sennilega allir bækurnar Hvar er Valli? um karakterinn Valla sem virðist hafa sérstaklega gaman af því að fela sig í miklum mannfjölda í röndóttu peysunni sinni. Nú er hinsvegar á leiðinni ný, og fágaðari útgáfa af þessari frægu bók. Í stað þess að leita að Valla, þá leitar þú að Kalla, Karl Lagerfeld. Annar höfundur bókarinnar er Stacey Caldwell, aðstoðarforstjóri tískumerkisins Thakoon. Hún segir hugmyndina hafa komið þegar hún sá þegar fólk hitti Karl á förnum vegi í París, að þá lét það eins og það væri eina fólkið í veröldinni sem væri það heppið að hitta hann. Fimm mínútum seinna myndi leikurinn svo endurtaka sig. Í bókinni hefur röndóttu peysunni verið skipt út fyrir einkennisklæðnað Lagerfeld; svört, þröng jakkaföt, hvít skyrta, svart bindi og sólgleraugu. Staðirnir sem hægt er að finna Kalla á eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Eitt þekktasta kaffihúsið í París Café de Flore, Met Gala í New York, Coqui Coqui ströndin í Tulum og Chanel tískusýningin í Grand Palais í París eru meðal staðanna sem Kalli felur sig á. Það skemmtilega við bókina er að á meðan þú leitar að Kalla, þá eru í þvögunni þónokkrir þekktir einstaklingar. Fatahönnuðirnir Pheobe Philo og Riccardo Tici ásamt fyrirsætunni Lily Aldridge. Áhugasamir geta pantað bókina fyrirfram hér, en hún kemur út 15. september. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Metnaðargræðgi Korkimon Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Í sérsaumuðum jakkafötum frá Stellu McCartney Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Gallabuxur vinsælar á götum Parísarborgar Glamour Franca Sozzani látin Glamour