Leikreglur handa útvöldum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 09:00 Konur ná ekki eins góðum árangri á vinnumarkaði og karlar. Að meðaltali eru konur 15% framkvæmdastjóra á Íslandi þrátt fyrir að vera í meirihluta sérmenntaðra og sérfræðinga á landinu. Í nýrri rannsókn segir að konur séu ekki jafn árangursmiðaðar og karlar og séu frekar í vörn en sókn. Talið er að karlar nái frekar á toppinn því þeir eru metnaðargjarnari, grófari og sjálfsöruggari en konur. Konum skrikar fótur í metorðastiganum því þær eru tilfinningaríkar, þakklátar og viðkvæmar. Já, og setja heimilið í forgang í stað þess að fara á golfvöllinn að plotta eftir vinnu. Konur kunna ekki leikreglurnar. Eru út undan. Þeim er því ráðlagt að verða meðvitaðar um þessar leikreglur til að komast áfram í starfi. Ég bilast. Ekki af því að þetta geti alls ekki verið satt. Heldur af því að ég er ógurlega hrædd um að árangri sé enn ruglað saman við græðgi, metnaði sé ruglað saman við mikilmennskubrjálæði og það að hafa algjörlega óraunhæfa trú á eigin getu og greind sé álitið gott sjálfsöryggi. Og þetta eru svo sannarlega ekki góðir kostir hjá stjórnendum og leiðtogum. Og við hljótum að geta verið sammála um að það var ekki þakklæti, viðkvæmni og eðlileg forgangsröðun sem olli bankahruninu á Íslandi. Ég hefði þegið örlítið af auðmýkt og nákvæmni árin fyrir hrun. Að fólk hefði bara stundum farið heim að skúra. Ræktað sína nánustu. Forgangsraðað og munað hvað er mikilvægast. Það gefur manni svokallaða jarðtengingu. Ég hef haft alls kyns yfirmenn. Konur og karla. Metnaður til að láta gott af sér leiða, hugrekki og góð sjálfsmynd eru vissulega kostir en ef við það er bætt auðmýkt, vandvirkni, innsæi og meðvitund um eigin takmarkanir erum við með skothelda blöndu. Svoleiðis fólk þarf engar leikreglur. Enda eru leikreglur bara svo augljós leið til að stjórna leiknum. #6dagsleikinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun
Konur ná ekki eins góðum árangri á vinnumarkaði og karlar. Að meðaltali eru konur 15% framkvæmdastjóra á Íslandi þrátt fyrir að vera í meirihluta sérmenntaðra og sérfræðinga á landinu. Í nýrri rannsókn segir að konur séu ekki jafn árangursmiðaðar og karlar og séu frekar í vörn en sókn. Talið er að karlar nái frekar á toppinn því þeir eru metnaðargjarnari, grófari og sjálfsöruggari en konur. Konum skrikar fótur í metorðastiganum því þær eru tilfinningaríkar, þakklátar og viðkvæmar. Já, og setja heimilið í forgang í stað þess að fara á golfvöllinn að plotta eftir vinnu. Konur kunna ekki leikreglurnar. Eru út undan. Þeim er því ráðlagt að verða meðvitaðar um þessar leikreglur til að komast áfram í starfi. Ég bilast. Ekki af því að þetta geti alls ekki verið satt. Heldur af því að ég er ógurlega hrædd um að árangri sé enn ruglað saman við græðgi, metnaði sé ruglað saman við mikilmennskubrjálæði og það að hafa algjörlega óraunhæfa trú á eigin getu og greind sé álitið gott sjálfsöryggi. Og þetta eru svo sannarlega ekki góðir kostir hjá stjórnendum og leiðtogum. Og við hljótum að geta verið sammála um að það var ekki þakklæti, viðkvæmni og eðlileg forgangsröðun sem olli bankahruninu á Íslandi. Ég hefði þegið örlítið af auðmýkt og nákvæmni árin fyrir hrun. Að fólk hefði bara stundum farið heim að skúra. Ræktað sína nánustu. Forgangsraðað og munað hvað er mikilvægast. Það gefur manni svokallaða jarðtengingu. Ég hef haft alls kyns yfirmenn. Konur og karla. Metnaður til að láta gott af sér leiða, hugrekki og góð sjálfsmynd eru vissulega kostir en ef við það er bætt auðmýkt, vandvirkni, innsæi og meðvitund um eigin takmarkanir erum við með skothelda blöndu. Svoleiðis fólk þarf engar leikreglur. Enda eru leikreglur bara svo augljós leið til að stjórna leiknum. #6dagsleikinn
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun