Chanel opnar sýningu í London Ritstjórn skrifar 12. október 2015 11:30 Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér. Glamour Tíska Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Tískan á Coachella Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour „Læknum brotið hjarta með því að breyta því í list" Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour
Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér.
Glamour Tíska Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Tískan á Coachella Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour „Læknum brotið hjarta með því að breyta því í list" Glamour Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour