Kreppa? Hvaða kreppa? Þorvaldur Gylfason skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Er kreppa í heiminum eða ekki? Á því máli eru a.m.k. tvær hliðar. Athugum málið.Minni munur en margir halda Lítum fyrst á heiminn í heild. Íbúafjöldinn er nú um sjö milljarðar. Kaupmáttur samanlagðrar framleiðslu allra landa heims í ár verður 113.000 milljarðar Bandaríkjadala skv. upplýsingum alþjóðastofnana (AGS og Alþjóðabankinn). Það gerir um 16.000 dali á hvert mannsbarn yfir árið í heiminum að jafnaði. Það er ríflega þriðjungur af kaupmætti landsframleiðslu á mann á Íslandi. Þetta heimsmeðaltal, 16.000 dalir á mann á ári, jafngildir 177.000 krónum á mann á mánuði hér heima. Til samanburðar samsvarar kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi 2015 (45.000 dalir) næstum hálfri milljón króna á mánuði á hvert mannsbarn í landinu. Það gerir tvær milljónir króna á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Hér er um heildartekjur að ræða, ekki launatekjur. Af þessum tölum má ráða, að launatekjur eru mun lægra hlutfall heildartekna þjóðarbúsins en margir hefðu haldið og hafa raunar lækkað verulega sem hlutfall af heildartekjum m.a. vegna aukinnar hlutdeildar fjármagnstekna í heildinni og meiri misskiptingar. Kaupmáttarmunurinn milli landa er einnig miklu minni en margir munu hafa átt von á. Skýringin liggur í miklum hagvexti í þróunarlöndum undangengna áratugi í krafti betra búskaparlags, ekki sízt í Kína. Kaupmáttur tekna á mann í Noregi, einu ríkasta landi heims, er ekki nema rösklega fjórfaldur á við heimsmeðaltalið. Norska talan er helmingi (þ.e. 50%) hærri en íslenzka talan, en það er að vísu villandi að því leyti, að Norðmenn vinna mun færri stundir á ári en Íslendingar (Norðmenn vinna styttri vinnuviku og fara fyrr á eftirlaun). Kaupmáttur á hverja vinnustund er því miklu meira en helmingi drýgri í Noregi en hér heima.Mikill vöxtur, já, en mismikill Fyrir einum mannsaldri, 1980, skömmu eftir að Kínverjar hófu vegferð sína frá miðstjórn til markaðsbúskapar, nam hlutdeild Bandaríkjanna í heimsframleiðslunni röskum fimmtungi (22%) á móti fimmtugasta parti í Kína (2%). Í fyrra sigldi Kína fram úr Bandaríkjunum. Í ár mun landsframleiðsla Kínverja nema 17% af heimsframleiðslunni á móti 16% hlutdeild Bandaríkjamanna. Á sama tíma hefur hlutdeild ESB í heimsframleiðslunni minnkað úr 30% 1980 í 17% 2015 eins og í Kína. Bandaríkin, ESB og Kína standa því samtals á bak við réttan helming heimsframleiðslunnar. Tekjur á mann í Kína eru þó mun lægri en í Bandaríkjunum og ESB. Efnahagur heimsins heldur áfram að batna á heildina litið. Landsframleiðsla heimsins í heild er talin munu vaxa um 4% í ár, segir AGS, landsframleiðsla Afríkulanda sunnan Sahara um 6% og Asíulanda um 7%. Engin kreppa þar. Landsframleiðsla ESB-landanna vex um 2% í ár á móti 3% heima. Hér þarf að gá að því, að fólksfjölgun á ESB-svæðinu í ár er 0,2% á móti 1,2% hér heima. Vöxtur landsframleiðslu á mann er því hinn sami hér og þar, eða 1,8% á báðum stöðum. Atvinnuleysi er þó miklu minna hér en úti í Evrópu. Heimurinn á ekki við kreppu eða eftirstöðvar kreppu að stríða, heldur einungis fáein lönd, t.d. Grikkland og Ísland.Hvað er þá að? Hvers vegna halda sumir áfram að tala um kreppu? Er hún ekki liðin hjá? Skellurinn 2007-2008 átti upptök sín í Bandaríkjunum og birtist fyrst í falli banka og síðan í risavöxnum fjárútlátum alríkisstjórnarinnar til að forða öðrum bönkum og fyrirtækjum frá falli, jafnvel General Motors, sem löngum var talið vera hryggjarstykkið í bandarísku efnahagslífi. Vandinn barst til Evrópu, þar sem bankar höfðu ausið lánsfé t.d. í grísku ríkisstjórnina og íslenzka banka. Einnig í Evrópu þurfti að verja miklu skattfé til að bjarga bönkum frá falli. Í ljós hefur komið, að bandarískir bankar brutu lög í stórum stíl. Eigi að síður tókst bankamönnum þar vestra að skjóta sér undan afleiðingum gerða sinna, ekki bara með því að sleppa við refsingu, heldur einnig með því að draga tennurnar úr tilraunum Bandaríkjastjórnar til að hemja bankana til að girða fyrir hættuna á nýrri fjármálakreppu. Bankarnir hafa fimm erindreka í Washington til höfuðs hverjum þingmanni. Nokkrir bandarískir bankar eru enn „of stórir til að falla“ – þ.e. of stórir. Þeir hafa því enn sama hvatann og áður til að spenna bogann hátt og setja efnahagslífið aftur á annan endann, enda hefur ríkisstjórn Obama forseta ekki tekizt nema til hálfs og varla það að koma böndum á bankana. Sumir búast því við, að sagan muni endurtaka sig. Í þeim hópi er Simon Johnson, prófessor á MIT og fv. aðalhagfræðingur AGS, eins og hann lýsir í bók sinni 13 Bankers (2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Þorvaldur Gylfason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Er kreppa í heiminum eða ekki? Á því máli eru a.m.k. tvær hliðar. Athugum málið.Minni munur en margir halda Lítum fyrst á heiminn í heild. Íbúafjöldinn er nú um sjö milljarðar. Kaupmáttur samanlagðrar framleiðslu allra landa heims í ár verður 113.000 milljarðar Bandaríkjadala skv. upplýsingum alþjóðastofnana (AGS og Alþjóðabankinn). Það gerir um 16.000 dali á hvert mannsbarn yfir árið í heiminum að jafnaði. Það er ríflega þriðjungur af kaupmætti landsframleiðslu á mann á Íslandi. Þetta heimsmeðaltal, 16.000 dalir á mann á ári, jafngildir 177.000 krónum á mann á mánuði hér heima. Til samanburðar samsvarar kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi 2015 (45.000 dalir) næstum hálfri milljón króna á mánuði á hvert mannsbarn í landinu. Það gerir tvær milljónir króna á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Hér er um heildartekjur að ræða, ekki launatekjur. Af þessum tölum má ráða, að launatekjur eru mun lægra hlutfall heildartekna þjóðarbúsins en margir hefðu haldið og hafa raunar lækkað verulega sem hlutfall af heildartekjum m.a. vegna aukinnar hlutdeildar fjármagnstekna í heildinni og meiri misskiptingar. Kaupmáttarmunurinn milli landa er einnig miklu minni en margir munu hafa átt von á. Skýringin liggur í miklum hagvexti í þróunarlöndum undangengna áratugi í krafti betra búskaparlags, ekki sízt í Kína. Kaupmáttur tekna á mann í Noregi, einu ríkasta landi heims, er ekki nema rösklega fjórfaldur á við heimsmeðaltalið. Norska talan er helmingi (þ.e. 50%) hærri en íslenzka talan, en það er að vísu villandi að því leyti, að Norðmenn vinna mun færri stundir á ári en Íslendingar (Norðmenn vinna styttri vinnuviku og fara fyrr á eftirlaun). Kaupmáttur á hverja vinnustund er því miklu meira en helmingi drýgri í Noregi en hér heima.Mikill vöxtur, já, en mismikill Fyrir einum mannsaldri, 1980, skömmu eftir að Kínverjar hófu vegferð sína frá miðstjórn til markaðsbúskapar, nam hlutdeild Bandaríkjanna í heimsframleiðslunni röskum fimmtungi (22%) á móti fimmtugasta parti í Kína (2%). Í fyrra sigldi Kína fram úr Bandaríkjunum. Í ár mun landsframleiðsla Kínverja nema 17% af heimsframleiðslunni á móti 16% hlutdeild Bandaríkjamanna. Á sama tíma hefur hlutdeild ESB í heimsframleiðslunni minnkað úr 30% 1980 í 17% 2015 eins og í Kína. Bandaríkin, ESB og Kína standa því samtals á bak við réttan helming heimsframleiðslunnar. Tekjur á mann í Kína eru þó mun lægri en í Bandaríkjunum og ESB. Efnahagur heimsins heldur áfram að batna á heildina litið. Landsframleiðsla heimsins í heild er talin munu vaxa um 4% í ár, segir AGS, landsframleiðsla Afríkulanda sunnan Sahara um 6% og Asíulanda um 7%. Engin kreppa þar. Landsframleiðsla ESB-landanna vex um 2% í ár á móti 3% heima. Hér þarf að gá að því, að fólksfjölgun á ESB-svæðinu í ár er 0,2% á móti 1,2% hér heima. Vöxtur landsframleiðslu á mann er því hinn sami hér og þar, eða 1,8% á báðum stöðum. Atvinnuleysi er þó miklu minna hér en úti í Evrópu. Heimurinn á ekki við kreppu eða eftirstöðvar kreppu að stríða, heldur einungis fáein lönd, t.d. Grikkland og Ísland.Hvað er þá að? Hvers vegna halda sumir áfram að tala um kreppu? Er hún ekki liðin hjá? Skellurinn 2007-2008 átti upptök sín í Bandaríkjunum og birtist fyrst í falli banka og síðan í risavöxnum fjárútlátum alríkisstjórnarinnar til að forða öðrum bönkum og fyrirtækjum frá falli, jafnvel General Motors, sem löngum var talið vera hryggjarstykkið í bandarísku efnahagslífi. Vandinn barst til Evrópu, þar sem bankar höfðu ausið lánsfé t.d. í grísku ríkisstjórnina og íslenzka banka. Einnig í Evrópu þurfti að verja miklu skattfé til að bjarga bönkum frá falli. Í ljós hefur komið, að bandarískir bankar brutu lög í stórum stíl. Eigi að síður tókst bankamönnum þar vestra að skjóta sér undan afleiðingum gerða sinna, ekki bara með því að sleppa við refsingu, heldur einnig með því að draga tennurnar úr tilraunum Bandaríkjastjórnar til að hemja bankana til að girða fyrir hættuna á nýrri fjármálakreppu. Bankarnir hafa fimm erindreka í Washington til höfuðs hverjum þingmanni. Nokkrir bandarískir bankar eru enn „of stórir til að falla“ – þ.e. of stórir. Þeir hafa því enn sama hvatann og áður til að spenna bogann hátt og setja efnahagslífið aftur á annan endann, enda hefur ríkisstjórn Obama forseta ekki tekizt nema til hálfs og varla það að koma böndum á bankana. Sumir búast því við, að sagan muni endurtaka sig. Í þeim hópi er Simon Johnson, prófessor á MIT og fv. aðalhagfræðingur AGS, eins og hann lýsir í bók sinni 13 Bankers (2011).
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun