Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Ritstjórn skrifar 7. október 2015 11:30 Myndir/Silja Magg Októbertölublað Glamour er komið út en forsíðuna prýðir ein farsælasta fyrirsæta landsins, Edda Pétursdóttir. Silja Magg myndaði Eddu ásamt glæsilegu teymi hér á Íslandi fyrr í mánuðinum. Edda Péturs var einungis 14 ára gömul þegar hún vann Ford-fyrirsætukeppnina. Hún hefur unnið með mörgum af frægustu nöfnum tískuheimsins og segir bransann hafa gengið í gegnum jákvæðar breytingar upp á síðkastið. „Það hefur komið mér mest á óvart hvað ferillinn er orðinn langur. Ég hélt að hann myndi enda um tvítugt en svo var víst ekki,“ segir fyrirsætan sem gaf sér tíma í viðtal við Glamour sem má lesa í heild sinn í nýjasta tölublaðinu. Til dæmis talar hún um fyrirsætuheiminn sem hefur tekið miklum breytingum frá því að hún hóf störf fyrir 17 árum síðan: „Ég finn rosalegan mun, jákvæðan mun. Fyrirsætur hafa meiri stjórn á sínum ferli en áður og geta notað samfélagsmiðlana til að koma sér áfram. Eins er ekki jafn mikil pressa á að vera grannur eins og var hér áður fyrr. Nú eru stelpur í öllum stærðum að gera það gott, í auglýsingaherferðum, á síðum tímarita og á sýningarpöllunum, sem tíðkaðist ekki áður fyrr. Í augnablikinu er svokallað heilbrigt útlit í tísku sem er mjög jákvætt fyrir alla. Ég vona innilega að þessi þróun haldi áfram. Því meiri fjölbreytileiki, því betra.“ Ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni! Smelltu hér til að tryggja þér áskrift!Glamour októberSmá bakvið tjöldin frá forsíðutöku nýjasta Glamour Iceland til að starta helginni almennilega - Edda Péturs <3 - Kemur í verslanir eftir helgi - ekki missa af! LINDEX IcelandPosted by Glamour Iceland on 2. október 2015 Glamour Tíska Mest lesið Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Angelina Jolie verður prófessor í einum virtasta háskóla heims Glamour 60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Glamour Eiga íslenskar konur að vera í svörtu? Glamour Bioeffect í eitt frægasta vöruhús Frakka Glamour Höfðu hist tólf sinnum fyrir brúðkaupið Glamour
Októbertölublað Glamour er komið út en forsíðuna prýðir ein farsælasta fyrirsæta landsins, Edda Pétursdóttir. Silja Magg myndaði Eddu ásamt glæsilegu teymi hér á Íslandi fyrr í mánuðinum. Edda Péturs var einungis 14 ára gömul þegar hún vann Ford-fyrirsætukeppnina. Hún hefur unnið með mörgum af frægustu nöfnum tískuheimsins og segir bransann hafa gengið í gegnum jákvæðar breytingar upp á síðkastið. „Það hefur komið mér mest á óvart hvað ferillinn er orðinn langur. Ég hélt að hann myndi enda um tvítugt en svo var víst ekki,“ segir fyrirsætan sem gaf sér tíma í viðtal við Glamour sem má lesa í heild sinn í nýjasta tölublaðinu. Til dæmis talar hún um fyrirsætuheiminn sem hefur tekið miklum breytingum frá því að hún hóf störf fyrir 17 árum síðan: „Ég finn rosalegan mun, jákvæðan mun. Fyrirsætur hafa meiri stjórn á sínum ferli en áður og geta notað samfélagsmiðlana til að koma sér áfram. Eins er ekki jafn mikil pressa á að vera grannur eins og var hér áður fyrr. Nú eru stelpur í öllum stærðum að gera það gott, í auglýsingaherferðum, á síðum tímarita og á sýningarpöllunum, sem tíðkaðist ekki áður fyrr. Í augnablikinu er svokallað heilbrigt útlit í tísku sem er mjög jákvætt fyrir alla. Ég vona innilega að þessi þróun haldi áfram. Því meiri fjölbreytileiki, því betra.“ Ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni! Smelltu hér til að tryggja þér áskrift!Glamour októberSmá bakvið tjöldin frá forsíðutöku nýjasta Glamour Iceland til að starta helginni almennilega - Edda Péturs <3 - Kemur í verslanir eftir helgi - ekki missa af! LINDEX IcelandPosted by Glamour Iceland on 2. október 2015
Glamour Tíska Mest lesið Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Angelina Jolie verður prófessor í einum virtasta háskóla heims Glamour 60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Glamour Eiga íslenskar konur að vera í svörtu? Glamour Bioeffect í eitt frægasta vöruhús Frakka Glamour Höfðu hist tólf sinnum fyrir brúðkaupið Glamour