Innlent

Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind

Gissur Sigurðsson skrifar
Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. Mynd úr safni.
Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. Mynd úr safni. Vísir

Skaftárhlaupsins var ekki enn orðið vart við Sveinstind, þar sem efsta vatnamælingastöð Vesðurstofunnar er, á sjöunda tímanum í morgun. Búist er við að það gerist í dag.



Almannavarnir vara fólk við að vera nálægt þar sem vatn hleypur fram vegna eitraðra lofttegunda sem fylgja því. Þeirra getur orðið vart vð jaðra Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls.



Þegar til kemur má ekki einungis vænta hlaups í Skaftá, því dæmi eru um að hlaup frá katlinum hafi að hluta komið undan Síðujökli og hlaup orðið í Hverfisfljóti.



Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×