120 laxar á land í Norðurá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2015 18:36 Flottur lax úr Norðurá Mynd: www.nordura.is Sannkölluð mokveiði hefur verið í sumum ánum á vesturlandi síðustu daga og veiðitölurnar sem eru að berast eru ótrúlegar. Í Norðurá gekk stór ganga í gær og loksins virðist laxinn vera að spretta upp á fjall því samkvæmt laxateljaranum í Glanna gengu 269 laxar í gegnum hann á einum sólarhring. Til samanburðar var stærsti dagurinn í fyrra 79 laxar þann 25. júlí og á árinu 2013 200 laxar þann 10. júlí. Stærsta gangan sem hefur mælst var árið 2012 þegar það fara 337 upp á einum degi en það er 27. júlí. Fyrir þá sem vilja fylgjast með göngunum er linkur á teljarann hér. Svo mikið er af fiski í ánni að veiðmenn sem voru að veiða í Stekknum sögðu ána vera stíflaða af laxi og sömu sögu sögðu veiðimenn í Laugakvörn. Má segja að hann hafi verið í á í hverju kasti. Vætan virðist einnig hafa frískað laxinn sem fyrir var svo tökur voru gríðarlega góðar. Veiðmenn sem voru að koma í hús horfa því hýreygir til morgundagsins og glímunnar við þann silfraða. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Sannkölluð mokveiði hefur verið í sumum ánum á vesturlandi síðustu daga og veiðitölurnar sem eru að berast eru ótrúlegar. Í Norðurá gekk stór ganga í gær og loksins virðist laxinn vera að spretta upp á fjall því samkvæmt laxateljaranum í Glanna gengu 269 laxar í gegnum hann á einum sólarhring. Til samanburðar var stærsti dagurinn í fyrra 79 laxar þann 25. júlí og á árinu 2013 200 laxar þann 10. júlí. Stærsta gangan sem hefur mælst var árið 2012 þegar það fara 337 upp á einum degi en það er 27. júlí. Fyrir þá sem vilja fylgjast með göngunum er linkur á teljarann hér. Svo mikið er af fiski í ánni að veiðmenn sem voru að veiða í Stekknum sögðu ána vera stíflaða af laxi og sömu sögu sögðu veiðimenn í Laugakvörn. Má segja að hann hafi verið í á í hverju kasti. Vætan virðist einnig hafa frískað laxinn sem fyrir var svo tökur voru gríðarlega góðar. Veiðmenn sem voru að koma í hús horfa því hýreygir til morgundagsins og glímunnar við þann silfraða.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði