Lagerfeld kynnir barnafatalínu Ritstjórn skrifar 18. september 2015 10:00 Frá sýningu Chanel 2009. Karl Lagerfeld, sem fagnaði 82 ára afmæli sínu á dögunum, er hvergi nærri hættur. Á miðvikudag frumsýndi hann fyrstu barnafatalínu sína í höfuðstöðvum Karl Lagerfeld í París. Gestir gæddu sér á sælgæti og sykurpúðum með mynd af Karl sjálfum, á meðan á sýningunni stóð. Eftir hana gátu börnin farið á vinnustofu þar sem þau gátu búið til lyklakyppu með mynd af Lagerfeld eða litað mynd af honum.Línan er bæði fyrir stráka og stelpur og er nokkuð stór, en í henni verða föt fyrir nýfædd börn upp til 16 ára aldurs. Einnig gerði hann aukahlutalínu þar sem má finna svarta hanska, svart bindi og hárbandið Choupette, sem er nefnt eftir kettinum hans Lagerfeld.Ætli línan sé eitthvað lík þessu? Hér er guðsonur Lagerfeld, sem hefur gengið nokkrar sýningar hjá Chanel.Hluti línunnar kemur í verslanir Melijoe í desember og er svo væntanleg í verslanakeðjur í janúar. Glamour Tíska Mest lesið Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Fimm trend sem eru að koma aftur Glamour Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Bráðum verður hægt að versla á Instagram Glamour Upp með taglið Glamour Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour
Karl Lagerfeld, sem fagnaði 82 ára afmæli sínu á dögunum, er hvergi nærri hættur. Á miðvikudag frumsýndi hann fyrstu barnafatalínu sína í höfuðstöðvum Karl Lagerfeld í París. Gestir gæddu sér á sælgæti og sykurpúðum með mynd af Karl sjálfum, á meðan á sýningunni stóð. Eftir hana gátu börnin farið á vinnustofu þar sem þau gátu búið til lyklakyppu með mynd af Lagerfeld eða litað mynd af honum.Línan er bæði fyrir stráka og stelpur og er nokkuð stór, en í henni verða föt fyrir nýfædd börn upp til 16 ára aldurs. Einnig gerði hann aukahlutalínu þar sem má finna svarta hanska, svart bindi og hárbandið Choupette, sem er nefnt eftir kettinum hans Lagerfeld.Ætli línan sé eitthvað lík þessu? Hér er guðsonur Lagerfeld, sem hefur gengið nokkrar sýningar hjá Chanel.Hluti línunnar kemur í verslanir Melijoe í desember og er svo væntanleg í verslanakeðjur í janúar.
Glamour Tíska Mest lesið Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Fimm trend sem eru að koma aftur Glamour Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Bráðum verður hægt að versla á Instagram Glamour Upp með taglið Glamour Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour