Hörkuveiði í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2015 08:35 Stórlax úr Djúpós í Ytri Rangá Ytri Rangá hefur verið á mikilli siglingu síðustu daga og sumir veiðistaðirnir í henni alveg fullir af laxi. Áin var komin í 959 laxa á miðvikudagskvöldið en er núna komin yfir 1000 laxa en ekki náðist í veiðivörðinn til að fá nákvæma tölu. Besti tíminn í Ytri Rangá er gjarnan frá seinni part júlí út september en veiðin frá opnun hefur engu að síður verið mjög góð en áin átti bestu opnun frá upphafi eins og áður hefur verið sagt frá. Samkvæmt leiðsögumanninum Bjarka Má Jóhannssyni eru veiðistaðir eins og Klöppin, Ægissíðufoss, Djúpós og Rangárflúðir að gefa mest en dæmi eru um að ein og sama stöngin hafi tekið 25 laxa á þrem tímum við Klöppina. Mikið af fiski er farið að safnast upp á þessum stöðum en aðrir staðir í ánni hafa líka verið að gefa mjög vel. Það sem vekur sérstaka athygli er að stórlaxahlutfallið í ánni hefur aldrei verið jafn gott en yfirleitt er Ytri Rangá betur þekkt fyrir væna eins árs laxa. Þegar rennt er yfir veiðibókina sést að mikið af 70-80 sm laxi hefur verið að veiðast og aldrei hafa jafn margir 90+ verið færðir til bókar. Framundan næstu 2 mánuði er besti tíminn að öllu jöfnu og ómögulegt er að spá fyrir um framhaldið annað er að það verði mjög gott. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Maðkurinn aftur leyfður í Leirvogsá Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Ytri Rangá hefur verið á mikilli siglingu síðustu daga og sumir veiðistaðirnir í henni alveg fullir af laxi. Áin var komin í 959 laxa á miðvikudagskvöldið en er núna komin yfir 1000 laxa en ekki náðist í veiðivörðinn til að fá nákvæma tölu. Besti tíminn í Ytri Rangá er gjarnan frá seinni part júlí út september en veiðin frá opnun hefur engu að síður verið mjög góð en áin átti bestu opnun frá upphafi eins og áður hefur verið sagt frá. Samkvæmt leiðsögumanninum Bjarka Má Jóhannssyni eru veiðistaðir eins og Klöppin, Ægissíðufoss, Djúpós og Rangárflúðir að gefa mest en dæmi eru um að ein og sama stöngin hafi tekið 25 laxa á þrem tímum við Klöppina. Mikið af fiski er farið að safnast upp á þessum stöðum en aðrir staðir í ánni hafa líka verið að gefa mjög vel. Það sem vekur sérstaka athygli er að stórlaxahlutfallið í ánni hefur aldrei verið jafn gott en yfirleitt er Ytri Rangá betur þekkt fyrir væna eins árs laxa. Þegar rennt er yfir veiðibókina sést að mikið af 70-80 sm laxi hefur verið að veiðast og aldrei hafa jafn margir 90+ verið færðir til bókar. Framundan næstu 2 mánuði er besti tíminn að öllu jöfnu og ómögulegt er að spá fyrir um framhaldið annað er að það verði mjög gott.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Maðkurinn aftur leyfður í Leirvogsá Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði