"Hva, ertu eitthvað pirruð eða?“ Berglind Pétursdóttir skrifar 19. janúar 2015 07:00 Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann. Ég gerði mér grein fyrir möguleikanum á því að þetta yrði lesið með ákveðnum leiðindatón í huganum svo ég setti broskall aftast í póstinn, til öryggis. Bros kallsins var augljóslega ósannfærandi með öllu. Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að svara. Já, ég var frekar pirruð, núna. Aðallega af því að símtalið byrjaði með þessari ömurlegu spurningu. Áður en ég tók upp tólið var ég ekki sérstaklega gröm. Eða hvað. Jú reyndar var ég kannski frekar pirruð. Það er ýmislegt sem pirrar mig þessa dagana. Til dæmis launamunur kynjanna, feðraveldið, heimskt fólk, íslensk stjórnvöld, Sigmundur Davíð, matarskattur, Sigmundur Davíð, hálka, fáfróðir rasistar, sjomlamenning, ofbeldi gegn konum, ofbeldi gegn körlum, ofbeldi gegn börnum, ofbeldi gegn dýrum, Sigmundur Davíð, fólk sem kemst á þing þrátt fyrir litla sem enga heilastarfsemi, endalausar uppsprettur leiðinda á internetinu, úldna grænmetið í verslunum, Framsóknarflokkurinn, símtöl sem byrja á spurningunni „ertu eitthvað pirruð eða?“, að fólk þurfi að líða fátækt á Íslandi, að fólk þurfi að líða fátækt annars staðar, innflutningstollar, hræðsla við samkynhneigða og fréttir af fólki sem missir fullt af kílóum. Það sem er sérstaklega pirrandi er líka það að í hvert skipti sem eitthvert þessara atriða virðist vera að þokast í rétta átt heyrast háværar raddir almennings á kommentakerfum og öll von manns sturtast ofan í klósettið. Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka hafði ég það að leiðarljósi að skrifa um eitthvað skemmtilegt. Slökkt hefur verið á leiðarljósinu. Ég sigli nú blindandi í myrkri endalausra íslenskra leiðinda sem hafa náð tökum á mér og eru að éta mig lifandi. Svo að já, ég er gjörsamlega búin á því af pirringi. Enginn broskall. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann. Ég gerði mér grein fyrir möguleikanum á því að þetta yrði lesið með ákveðnum leiðindatón í huganum svo ég setti broskall aftast í póstinn, til öryggis. Bros kallsins var augljóslega ósannfærandi með öllu. Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að svara. Já, ég var frekar pirruð, núna. Aðallega af því að símtalið byrjaði með þessari ömurlegu spurningu. Áður en ég tók upp tólið var ég ekki sérstaklega gröm. Eða hvað. Jú reyndar var ég kannski frekar pirruð. Það er ýmislegt sem pirrar mig þessa dagana. Til dæmis launamunur kynjanna, feðraveldið, heimskt fólk, íslensk stjórnvöld, Sigmundur Davíð, matarskattur, Sigmundur Davíð, hálka, fáfróðir rasistar, sjomlamenning, ofbeldi gegn konum, ofbeldi gegn körlum, ofbeldi gegn börnum, ofbeldi gegn dýrum, Sigmundur Davíð, fólk sem kemst á þing þrátt fyrir litla sem enga heilastarfsemi, endalausar uppsprettur leiðinda á internetinu, úldna grænmetið í verslunum, Framsóknarflokkurinn, símtöl sem byrja á spurningunni „ertu eitthvað pirruð eða?“, að fólk þurfi að líða fátækt á Íslandi, að fólk þurfi að líða fátækt annars staðar, innflutningstollar, hræðsla við samkynhneigða og fréttir af fólki sem missir fullt af kílóum. Það sem er sérstaklega pirrandi er líka það að í hvert skipti sem eitthvert þessara atriða virðist vera að þokast í rétta átt heyrast háværar raddir almennings á kommentakerfum og öll von manns sturtast ofan í klósettið. Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka hafði ég það að leiðarljósi að skrifa um eitthvað skemmtilegt. Slökkt hefur verið á leiðarljósinu. Ég sigli nú blindandi í myrkri endalausra íslenskra leiðinda sem hafa náð tökum á mér og eru að éta mig lifandi. Svo að já, ég er gjörsamlega búin á því af pirringi. Enginn broskall.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun