Glamour

Blái varaliturinn stal senunni

Ritstjórn skrifar
Lupita Nyong´o
Lupita Nyong´o Glamour/Getty

Leikkonan Lupita Nyong´o stal senunni á rauða dreglinum í London í gærkvöldi þegar hún mætti með bláan varalit á vörunum. Ekki margir sem gætu komist upp með að maka á sig bláum varalit en Lupita er enginn aukvisi þegar kemur að því að bera af í klæðaburði - en okkar mat er að hún rokkaði bláa litnum. 

Varaliturinn umræddi var búinn til sérstaklega af förðunarfræðing leikkonunnar, Nick Barose og góð blanda af varasalva, augnblýant og augnskugga frá Lancome. Förðunin fór vel við kjólinn sem kom frá Proenza Schouler og svo netinu á hausnum. 

Vel gert Lupita og mjög í anda Star Wars. 

We're calling it the #MeshKanata. Ha. Hair by @vernonfrancois, make-up by @dilokritbarose

A photo posted by Lupita Nyong'o (@lupitanyongo) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.