Körfubolti

Tímamótaleikur hjá Sveinbirni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinbjörn Claessen í leik með ÍR í vetur.
Sveinbjörn Claessen í leik með ÍR í vetur. Fréttablaðið/Ernir

Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR-inga, spilar tímamótaleik í kvöld þegar ÍR-ingar heimsækja Snæfellinga í Stykkishólm. Þetta verður 200. leikur Sveinbjörns fyrir ÍR í úrvalsdeild karla.

Hann er annar ÍR-ingurinn sem nær þessu en Eiríkur Önundarson spilaði 350 leiki fyrir ÍR í úrvalsdeildinni. Fyrsti úrvalsdeildarleikur Sveinbjörns var líka á Vesturlandinu en hann skoraði 9 stig í tapi í framlengdumleik á móti Skallagrími í Borgarnesi 7. október 2004.

Sveinbjörn hefur spilað með ÍR en missti mikið úr á árunum 2009 til 2012 vegna meiðsla. Frá upphafi tímabilsins 2012-13 til dagsins í dag hefur Sveinbjörn spilað 70 leiki í röð með ÍR í úrvalsdeildinni. Sveinbjörn hefur skorað 2.362 stig í leikjunum 199 eða 11,9 stig að meðaltali í leik.

Sveinbirni vantar nú "aðeins" fimmtán stoðsendingar upp á það að vera með bæði 500 fráköst og 500 stoðsendingar í úrvalsdeildinni.

Þrír aðrir leikir fara fram í 9. umferð Domino’s-deildar karla í kvöld. Höttur tekur á móti Stjörnunni, Þór úr Þorlákshöfn heimsækir Njarðvík og Haukar mæta Grindavík á Ásvöllum í Hafnarfirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.