Að ala upp klámkynslóð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2015 09:00 Eftir umræðuna síðustu vikur um mikilvægi þess að fá já í kynlífi hef ég hugsað mikið til unglinganna okkar og klámvæðingarinnar sem tröllríður hinum sítengdu snjallsímum. Ég áttaði mig á því að þetta er hin stóra áskorun foreldra. Þið vitið – unglingavandamálið með greini. Þegar ég var unglingur var alltaf verið að tala um unglingadrykkju. Hvort, hvenær og hvernig unglingurinn drykki. Miðbæjarhangs, slagsmál og áfengisdauði í kuldanum voru unglingavandamál. Foreldrar fengu senda bæklinga, fóru á foreldrarölt og höfðu samráð um strangan útivistartíma. Sumir voru alltaf á vaktinni og þefuðu af börnunum þegar þau komu heim úr félagsmiðstöðinni. Einhverjir fóru þá leið að leiðbeina í stað þess að banna. Keyptu bjór svo unglingurinn drykki ekki landa – og yrði blindur. Flestir foreldrar voru með einhverja stefnu. Kerfi eða taktík. Það var umræða og meðvitund. Samkvæmt rannsóknum er unglingadrykkja á undanhaldi og nú horfast foreldrar í augu við hið hyldjúpa internet í stað Gold Coast og landa. En að berjast við klám á netinu er eins og að berjast við kokteilbarþjón sem gefur smakk á skólalóðinni. Hvað gerir maður? Skilvirkt eftirlit er valkostur fyrir þá sem ætla að hætta í vinnunni og horfa yfir öxl unglingsins allar stundir. Netsíur og stillingar duga skammt. Þeir sem eru æðislega líbó gætu beint unglingnum í mýkra efni í stað þess að banna. Horft með og útskýrt. Hér er skapast þó töluverð hætta á að unglingurinn verði fyrir ævilöngum skaða. Það sem mér finnst mikilvægast er að foreldrar taki afstöðu. Setji mörk, fræði og spjalli. Klám er jú bannað börnum, alveg eins og áfengi. Og það má banna börnum að horfa á það. Og það má tala umbúðalaust um muninn á kynlífi og klámi – þau lifa það af. Það er ekki þar með sagt að unglingar hætti að horfa á klám. En við sendum að minnsta kosti skýr skilaboð. Ég hef heyrt því fleygt fram að það hefði átt að dæma drengina fimm sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun til samskipta. Ágætis punktur. Að mínu mati þarf líka að dæma foreldra til uppeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Eftir umræðuna síðustu vikur um mikilvægi þess að fá já í kynlífi hef ég hugsað mikið til unglinganna okkar og klámvæðingarinnar sem tröllríður hinum sítengdu snjallsímum. Ég áttaði mig á því að þetta er hin stóra áskorun foreldra. Þið vitið – unglingavandamálið með greini. Þegar ég var unglingur var alltaf verið að tala um unglingadrykkju. Hvort, hvenær og hvernig unglingurinn drykki. Miðbæjarhangs, slagsmál og áfengisdauði í kuldanum voru unglingavandamál. Foreldrar fengu senda bæklinga, fóru á foreldrarölt og höfðu samráð um strangan útivistartíma. Sumir voru alltaf á vaktinni og þefuðu af börnunum þegar þau komu heim úr félagsmiðstöðinni. Einhverjir fóru þá leið að leiðbeina í stað þess að banna. Keyptu bjór svo unglingurinn drykki ekki landa – og yrði blindur. Flestir foreldrar voru með einhverja stefnu. Kerfi eða taktík. Það var umræða og meðvitund. Samkvæmt rannsóknum er unglingadrykkja á undanhaldi og nú horfast foreldrar í augu við hið hyldjúpa internet í stað Gold Coast og landa. En að berjast við klám á netinu er eins og að berjast við kokteilbarþjón sem gefur smakk á skólalóðinni. Hvað gerir maður? Skilvirkt eftirlit er valkostur fyrir þá sem ætla að hætta í vinnunni og horfa yfir öxl unglingsins allar stundir. Netsíur og stillingar duga skammt. Þeir sem eru æðislega líbó gætu beint unglingnum í mýkra efni í stað þess að banna. Horft með og útskýrt. Hér er skapast þó töluverð hætta á að unglingurinn verði fyrir ævilöngum skaða. Það sem mér finnst mikilvægast er að foreldrar taki afstöðu. Setji mörk, fræði og spjalli. Klám er jú bannað börnum, alveg eins og áfengi. Og það má banna börnum að horfa á það. Og það má tala umbúðalaust um muninn á kynlífi og klámi – þau lifa það af. Það er ekki þar með sagt að unglingar hætti að horfa á klám. En við sendum að minnsta kosti skýr skilaboð. Ég hef heyrt því fleygt fram að það hefði átt að dæma drengina fimm sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun til samskipta. Ágætis punktur. Að mínu mati þarf líka að dæma foreldra til uppeldis.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun