Þetta er hægt Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Þegar Edda Jónsdóttir myndlistarmaður opnaði Gallerí i8 fyrir tuttugu árum grunaði fáa hvað í vændum væri. Sýnt var í borulegri kjallaraholu við Ingólfsstræti 8. Hreinn Friðfinnsson, einn dáðasti listamaður sinnar kynslóðar, reið á vaðið með ný verk. Fyrr en varði var galleríið komið á listamessur úti í heimi með framúrskarandi listamenn á sínum vegum: bræðurna Kristján og Sigurð Guðmundssyni, Rögnu Róbertsdóttur og fleiri. Nú er i8 alþjóðlegt gallerí með um 20 listamenn á mála hjá sér, útlenda og íslenska í bland. Edda rekur þessa sögu í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Meðal listamanna i8 eru heimsfræg nöfn sem seljast fyrir fúlgur fjár. Þeir geta valið úr galleríum stórborganna en sjá hag sínum best borgið hjá i8. Aðrir eru rísandi stjörnur. Þar fer Ragnar Kjartansson fremstur – verður með hverja sýninguna á fætur annarri í virtustu sýningarsölum höfuðborga vestanhafs og austan næstu misserin. Enn aðrir eru ungir, óskrifað blað líkt og Ragnar var fyrir stuttu. Gallerí er fyrst og fremst hópur listamanna. Stóru nöfnin lyfta hinum sem færri þekkja á hærri stall. Sum ná fótfestu, kveikja áhuga ástríðusafnara og safnstjóra. Galleristinn þekkir þá – það er hans hlutverk. Verk listafólks i8 eru í nokkrum af kunnustu einkasöfnum samtímalistar í heimi. Verk Lawrence Weiner, Roni Horn, Ólafs Elíassonar og Ernesto Neto eru í flestum nútímalistasöfnum sem nöfnum tjáir að nefna. Öll vinna náið með i8. Edda kunni lítið í gallerírekstri þegar hún sýndi Hrein um árið. En hún átti sér draum – að sýna alþjóðlega nútímalist á Íslandi og kynna framúrskarandi íslenska list fyrir umheiminum. Hún var djörf og hafði skýrar hugmyndir um hvaða kostum góðir listamenn þyrftu að vera gæddir – einbeittir og vissir um að myndlistin væri það eina sem þeir gætu hugsað sér að sinna, segir hún. Innsæi hennar hefur sjaldan brugðist. Listalífið var frekar dauft, segir Edda. Auðvitað voru margir góðir listamenn þó að fáir væru á hennar línu. En viðskipti og myndlist voru eitruð blanda í huga margra. Kjarval, Ásgrímur og Jón Stefánsson seldust – mest olía á striga í gylltum ramma. Það gerði lítið fyrir lifandi listamenn. Hún vildi breyta því. Hún naut vinfengis við Rögnu Róbertsdóttur og Pétur Arason, sem eiga eitt forvitnilegasta einkasafn í okkar heimshluta. Ragna og Pétur voru í góðu sambandi við erlenda listamenn í fremstu röð. Sumir sýndu hjá þeim á Annarri hæð við Laugaveg. Nýló átti spretti – og enn lifði í glæðum frá SÚM. Edda var rétt manneskja, á réttum stað, á réttum tíma. Gallerí i8 þjónar aðeins broti þeirra listamanna sem eiga erindi út í heim – ef þeir kæra sig um. Mörgu frábæru listafólki líkar best heima. Alþjóðleg kynning útheimtir mikla þekkingu, mikla vinnu og miklar skuldbindingar. Sérhæfðir starfsmenn i8 gefa gott fordæmi. En þeir geta varla sinnt fleirum í einu. Við þurfum fleiri gallerí – fleira þrekmikið fólk sem eltir drauma sína þangað sem þeir verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Þegar Edda Jónsdóttir myndlistarmaður opnaði Gallerí i8 fyrir tuttugu árum grunaði fáa hvað í vændum væri. Sýnt var í borulegri kjallaraholu við Ingólfsstræti 8. Hreinn Friðfinnsson, einn dáðasti listamaður sinnar kynslóðar, reið á vaðið með ný verk. Fyrr en varði var galleríið komið á listamessur úti í heimi með framúrskarandi listamenn á sínum vegum: bræðurna Kristján og Sigurð Guðmundssyni, Rögnu Róbertsdóttur og fleiri. Nú er i8 alþjóðlegt gallerí með um 20 listamenn á mála hjá sér, útlenda og íslenska í bland. Edda rekur þessa sögu í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Meðal listamanna i8 eru heimsfræg nöfn sem seljast fyrir fúlgur fjár. Þeir geta valið úr galleríum stórborganna en sjá hag sínum best borgið hjá i8. Aðrir eru rísandi stjörnur. Þar fer Ragnar Kjartansson fremstur – verður með hverja sýninguna á fætur annarri í virtustu sýningarsölum höfuðborga vestanhafs og austan næstu misserin. Enn aðrir eru ungir, óskrifað blað líkt og Ragnar var fyrir stuttu. Gallerí er fyrst og fremst hópur listamanna. Stóru nöfnin lyfta hinum sem færri þekkja á hærri stall. Sum ná fótfestu, kveikja áhuga ástríðusafnara og safnstjóra. Galleristinn þekkir þá – það er hans hlutverk. Verk listafólks i8 eru í nokkrum af kunnustu einkasöfnum samtímalistar í heimi. Verk Lawrence Weiner, Roni Horn, Ólafs Elíassonar og Ernesto Neto eru í flestum nútímalistasöfnum sem nöfnum tjáir að nefna. Öll vinna náið með i8. Edda kunni lítið í gallerírekstri þegar hún sýndi Hrein um árið. En hún átti sér draum – að sýna alþjóðlega nútímalist á Íslandi og kynna framúrskarandi íslenska list fyrir umheiminum. Hún var djörf og hafði skýrar hugmyndir um hvaða kostum góðir listamenn þyrftu að vera gæddir – einbeittir og vissir um að myndlistin væri það eina sem þeir gætu hugsað sér að sinna, segir hún. Innsæi hennar hefur sjaldan brugðist. Listalífið var frekar dauft, segir Edda. Auðvitað voru margir góðir listamenn þó að fáir væru á hennar línu. En viðskipti og myndlist voru eitruð blanda í huga margra. Kjarval, Ásgrímur og Jón Stefánsson seldust – mest olía á striga í gylltum ramma. Það gerði lítið fyrir lifandi listamenn. Hún vildi breyta því. Hún naut vinfengis við Rögnu Róbertsdóttur og Pétur Arason, sem eiga eitt forvitnilegasta einkasafn í okkar heimshluta. Ragna og Pétur voru í góðu sambandi við erlenda listamenn í fremstu röð. Sumir sýndu hjá þeim á Annarri hæð við Laugaveg. Nýló átti spretti – og enn lifði í glæðum frá SÚM. Edda var rétt manneskja, á réttum stað, á réttum tíma. Gallerí i8 þjónar aðeins broti þeirra listamanna sem eiga erindi út í heim – ef þeir kæra sig um. Mörgu frábæru listafólki líkar best heima. Alþjóðleg kynning útheimtir mikla þekkingu, mikla vinnu og miklar skuldbindingar. Sérhæfðir starfsmenn i8 gefa gott fordæmi. En þeir geta varla sinnt fleirum í einu. Við þurfum fleiri gallerí – fleira þrekmikið fólk sem eltir drauma sína þangað sem þeir verða að veruleika.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun