Glamour

Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones

Glamour kynnir skrifar

í tilefni hrekkjavökunnar þann 31. október stendur Maybelline fyrir förðunarkennslu í Hagkaup á miðnæturopnun Smáralindar í kvöld.

Þar mun förðunarmeistarinn Áslaug Dröfn Sigurðardóttir kenna ógnvekjandi hrekkjavökufarðanir, en hún er mikill reynslubolti þegar kemur að „special effects“ förðun. Áslaug hefur lengi unnið við kvikmynda-og þáttagerð, en ásamt því að hafa séð um förðun og gerfahönnun í Nætur-, Dag- og Fangavaktinni, er hún einnig í förðunarteymi Game of Thrones .

Með vörum frá Maybelline og augnhárum frá Tanya Burr ætlar Áslaug að gera skemmtilegar farðanir sem allir ættu að geta gert að sínu. 

Kennslan hefst stundvíslega kl 19.30 í Hagkaup Smáralind. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.