Glamour

Ariana Grande fyrir MAC

Ritstjórn skrifar
Ariana Grande
Ariana Grande

Söngkonan Ariana Grande verður næsta talskona MAC Viva Glam herferðarinnar. 

Hin 22 ára Grande hefur hannað tvo liti sem fara í sölu í janúar og rennur allur ágóði af sölunni til HIV/AIDS samtakanna.

Litirnir eru eins og áður sagði tveir. Einn dökk plómulitaður varalitur, sem Grande segir að tákni óþekku stelpuna sem búi í okkur öllum, og svo hinsvegar ljósbleikt gloss sem tákni góðu stelpuna í þér, því henni finnst að þú eigir að sýna báðar þessar hliðar.

Eru varaliturinn og glossið væntanlegt í verslanir MAC á Íslandi í janúar. Okkur langar í dökka litinn, hvað segja lesendur Glamour?


Litirnir tveir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.