Að virða mörkin Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Þingmaður Framsóknarflokks ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að gúmmíkurl á fótboltavöllum verði fjarlægt. Ekki veit ég hvernig sú tillaga mun hljóma en hún mun eflaust fela í sér íhlutun gagnvart sveitarfélögum sem hafa með höndum þetta verkefni og er með þessu greinilega ekki treyst til að taka ákvörðun um málið á sínum vettvangi. Þetta er kannski eitthvað sem er kennt í Framsókn. Annar þingmaður flokksins hafði forgöngu um daður við að taka skipulagsvald af borginni til að hafa afskipti af Reykjavíkurflugvelli sem ískyggilega margir þingmenn úr öðrum flokkum voru tilbúnir að skoða. Það er því kannski ekki að undra að forsætisráðherra vilji sölsa undir sig ekki síðra skipulagsvald sveitarfélaga með því að ætla að taka að sér úrslitavald um allt það sem eigi að friða, mögulega þvert á skipulagsáætlanir. Sveitarfélögin hafa goldið varhug við þessari þróun og þá ekki síst borgarstjórn sem er uggandi yfir slíku inngripi í vald sitt yfir skipulagi borgarinnar. Það er því í besta falli óheppilegt að borgarstjórn skuli hafa gerst sek um það sama með því að samþykkja vanhugsaða tillögu þar sem átti eins og hún stóð að reyna að fara inn á verksvið ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, þvert á stefnu og diplómatíu landsins. Það er svo sem engin ástæða til að halda annað en að öllum viðkomandi gangi gott eitt til, þeim finnist að málin séu ekki nógu vel afgreidd og því verði að bregðast við. Það er bara þetta tæknilega smáatriði; þeir voru alls ekki kosnir til að sinna þessum málum. Og burtséð frá öllum misalvarlegum öngum öðrum á þessum málum er í öllu falli of bratt að gera svo lítið úr vilja kjósenda og lögbundnu hlutverki valdhafa að ætla með góðan hug og kokhreysti að vopni inn á valdsvið sem aðrir voru kosnir til að sinna og bera svo pólitíska ábyrgð á. Hættiðessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun
Þingmaður Framsóknarflokks ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að gúmmíkurl á fótboltavöllum verði fjarlægt. Ekki veit ég hvernig sú tillaga mun hljóma en hún mun eflaust fela í sér íhlutun gagnvart sveitarfélögum sem hafa með höndum þetta verkefni og er með þessu greinilega ekki treyst til að taka ákvörðun um málið á sínum vettvangi. Þetta er kannski eitthvað sem er kennt í Framsókn. Annar þingmaður flokksins hafði forgöngu um daður við að taka skipulagsvald af borginni til að hafa afskipti af Reykjavíkurflugvelli sem ískyggilega margir þingmenn úr öðrum flokkum voru tilbúnir að skoða. Það er því kannski ekki að undra að forsætisráðherra vilji sölsa undir sig ekki síðra skipulagsvald sveitarfélaga með því að ætla að taka að sér úrslitavald um allt það sem eigi að friða, mögulega þvert á skipulagsáætlanir. Sveitarfélögin hafa goldið varhug við þessari þróun og þá ekki síst borgarstjórn sem er uggandi yfir slíku inngripi í vald sitt yfir skipulagi borgarinnar. Það er því í besta falli óheppilegt að borgarstjórn skuli hafa gerst sek um það sama með því að samþykkja vanhugsaða tillögu þar sem átti eins og hún stóð að reyna að fara inn á verksvið ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, þvert á stefnu og diplómatíu landsins. Það er svo sem engin ástæða til að halda annað en að öllum viðkomandi gangi gott eitt til, þeim finnist að málin séu ekki nógu vel afgreidd og því verði að bregðast við. Það er bara þetta tæknilega smáatriði; þeir voru alls ekki kosnir til að sinna þessum málum. Og burtséð frá öllum misalvarlegum öngum öðrum á þessum málum er í öllu falli of bratt að gera svo lítið úr vilja kjósenda og lögbundnu hlutverki valdhafa að ætla með góðan hug og kokhreysti að vopni inn á valdsvið sem aðrir voru kosnir til að sinna og bera svo pólitíska ábyrgð á. Hættiðessu.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun