Langþráð skref til kjarabóta Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. september 2015 07:00 Taka má undir með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að fagnaðarefni sé að lokið hafi verið samningum við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Fella á niður tolla á 340 vörum og lækka tolla á tuttugu öðrum. Frá því var greint fyrir sléttri viku að skrifað hefði verið undir eftir tveggja daga samningalotu hér á landi, en viðræðurnar hófust 2012 í utanríkisráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar. Samningarnir eru á vef utanríkisráðuneytisins sagðir stuðla að auknu vöruúrvali og lægra vöruverði hér á landi, neytendum til hagsbóta. Þá feli þeir í sér tækifæri fyrir útflytjendur, en vonir eru sagðar standa til að þeir geti tekið gildi í lok næsta árs eða ársbyrjun 2017. Margir hafa orðið til þess að fagna tíðindunum, svo sem Félag atvinnurekenda, sem lengi hefur barist fyrir niðurfellingu tolla. Núna eigi að fella niður tolla af unnum landbúnaðarvörum á borð við pitsur, pasta og bökunarvörur. „Það var líka löngu tímabært að lækka eða afleggja tolla á vörum sem sáralítið eða ekkert er framleitt af hér á landi eins og villibráð og frönskum kartöflum, en síðastnefnda varan ber 76 prósenta ofurtoll,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, í frétt á vef þess. Um leið heyrast raddir þeirra sem áhyggjur hafa af fyrirhuguðum breytingum, sér í lagi frá fulltrúum matvælaframleiðenda. Þannig hafa talsmenn framleiðenda kjúklinga- og svínakjöts lýst sérstökum áhyggjum og í gær sagði formaður Landssambands kúabænda að nýhafin vinna við búvörusamninga væri í uppnámi vegna samningsins. Forsendur væru allar breyttar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lýsti einnig áhyggjum í fyrirspurnartíma á Alþingi í fyrradag. Óvíst væri að lækkanir vegna niðurfellingar tolla skiluðu sér alla leið til neytenda og útreikninga vantaði sem sýndu að ávinningur væri af auknum útflutningi landbúnaðarafurða héðan til Evrópulanda. Augljóst virðist þó að lækkanir skili sér fremur án tolla en með þeim. Og líklega er óhætt að hafa meiri trú á bændum en svo að þeir geti ekki bæði mætt áskorunum og nýtt sér þau tækifæri sem samningurinn færir þeim. Í sama fyrirspurnartíma fagnaði Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, samningunum og sagðist vilja hvetja ríkisstjórnina til dáða á vegferð sinni þannig að allir tollar hyrfu á endanum. „Ég er þeirrar skoðunar að tollar á landbúnaðarvörum séu ekki síður íþyngjandi fyrir fjölskyldurnar í landinu en tollar á skófatnaði,“ sagði hún. Um leið og sjálfsagt er að hlusta eftir gagnrýni og lagfæra hluti þar sem þörf er á, er löggjafanum mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf alltaf að fara saman hagur almennings og hagsmuna- og þrýstihópa. Hlutir breytast og fólk bregst við. Alþingi, sem á eftir að staðfesta samning Íslands og Evrópusambandsins, á að horfa á stóru myndina. Rörsýn sérhagsmuna á aldrei að ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Taka má undir með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að fagnaðarefni sé að lokið hafi verið samningum við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Fella á niður tolla á 340 vörum og lækka tolla á tuttugu öðrum. Frá því var greint fyrir sléttri viku að skrifað hefði verið undir eftir tveggja daga samningalotu hér á landi, en viðræðurnar hófust 2012 í utanríkisráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar. Samningarnir eru á vef utanríkisráðuneytisins sagðir stuðla að auknu vöruúrvali og lægra vöruverði hér á landi, neytendum til hagsbóta. Þá feli þeir í sér tækifæri fyrir útflytjendur, en vonir eru sagðar standa til að þeir geti tekið gildi í lok næsta árs eða ársbyrjun 2017. Margir hafa orðið til þess að fagna tíðindunum, svo sem Félag atvinnurekenda, sem lengi hefur barist fyrir niðurfellingu tolla. Núna eigi að fella niður tolla af unnum landbúnaðarvörum á borð við pitsur, pasta og bökunarvörur. „Það var líka löngu tímabært að lækka eða afleggja tolla á vörum sem sáralítið eða ekkert er framleitt af hér á landi eins og villibráð og frönskum kartöflum, en síðastnefnda varan ber 76 prósenta ofurtoll,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, í frétt á vef þess. Um leið heyrast raddir þeirra sem áhyggjur hafa af fyrirhuguðum breytingum, sér í lagi frá fulltrúum matvælaframleiðenda. Þannig hafa talsmenn framleiðenda kjúklinga- og svínakjöts lýst sérstökum áhyggjum og í gær sagði formaður Landssambands kúabænda að nýhafin vinna við búvörusamninga væri í uppnámi vegna samningsins. Forsendur væru allar breyttar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lýsti einnig áhyggjum í fyrirspurnartíma á Alþingi í fyrradag. Óvíst væri að lækkanir vegna niðurfellingar tolla skiluðu sér alla leið til neytenda og útreikninga vantaði sem sýndu að ávinningur væri af auknum útflutningi landbúnaðarafurða héðan til Evrópulanda. Augljóst virðist þó að lækkanir skili sér fremur án tolla en með þeim. Og líklega er óhætt að hafa meiri trú á bændum en svo að þeir geti ekki bæði mætt áskorunum og nýtt sér þau tækifæri sem samningurinn færir þeim. Í sama fyrirspurnartíma fagnaði Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, samningunum og sagðist vilja hvetja ríkisstjórnina til dáða á vegferð sinni þannig að allir tollar hyrfu á endanum. „Ég er þeirrar skoðunar að tollar á landbúnaðarvörum séu ekki síður íþyngjandi fyrir fjölskyldurnar í landinu en tollar á skófatnaði,“ sagði hún. Um leið og sjálfsagt er að hlusta eftir gagnrýni og lagfæra hluti þar sem þörf er á, er löggjafanum mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf alltaf að fara saman hagur almennings og hagsmuna- og þrýstihópa. Hlutir breytast og fólk bregst við. Alþingi, sem á eftir að staðfesta samning Íslands og Evrópusambandsins, á að horfa á stóru myndina. Rörsýn sérhagsmuna á aldrei að ráða för.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun