Áfram er hundraða milljóna tap af rekstri Hörpu ingvar haraldsson skrifar 2. september 2015 10:00 Fasteignagjöld hafa haft mikil áhrif á rekstur Hörpu. vísir/anton brink Tap af grunnrekstri Hörpu á fyrri hluta þessa árs nam 169 milljónum króna. Allt síðasta ár var tapið 380 milljónir króna. Samanlagt tap síðustu 18 mánaða af grunnrekstri Hörpu nemur því 549 milljónum króna. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir ljóst að rekstur Hörpu standi ekki undir sér miðað við óbreytt fasteignagjöld en Hörpu er gert að greiða 188 milljónir króna í fasteignagjöld vegna fyrri hluta ársins. „Við borgum fjórum sinnum hærri gjöld á fermetra en Kringlan og Smáralind,“ bendir Halldór á. Hann segir þó að rekstur Hörpu fari batnandi, tapið á fyrri helmingi ársins 2015 hafi verið 40 milljónum króna lægra en á fyrri helmingi ársins 2014. „Í fyrsta skipti er tapið talsvert lægra en fasteignagjöldin sem við borgum,“ segir Halldór.Halldór Guðmundsson - forstjóri - Harpa -Harpa tapaði dómsmáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn Þjóðskrá Íslands í maí, þar sem farið var fram á að fasteignamat hússins yrði ógilt. Harpa hefur áfrýjað því máli til Hæstaréttar. „Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir því að fasteignagjöldin yrðu um það bil helmingi lægri. Þá var einnig reiknað með því að uppbygging á Hörpureitnum yrði samferða Hörpunni. Svo kemur hrunið og þetta dregst allt mjög á langinn. En ég er reyndar ekki í neinum vafa um að ávinningur þjóðarinnar af þessu húsi er gríðarlegur, það komu 1,5 milljónir manna í húsið í fyrra,“ segir Halldór. Fasteignagjöldin sem Harpa greiðir renna til Reykjavíkurborgar, sem á 46 prósenta hlut í Hörpu á móti 54 prósenta hlut ríkisins. Ríkið og Reykjavíkurborg greiða um milljarð króna árlega af 19,5 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út til að fjármagna byggingu Hörpu. Þar að auki hafa ríkið og Reykjavíkurborg skuldbundið sig til að greiða beint til reksturs Hörpu um 170 milljónir króna árlega út árið 2016. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tap af grunnrekstri Hörpu á fyrri hluta þessa árs nam 169 milljónum króna. Allt síðasta ár var tapið 380 milljónir króna. Samanlagt tap síðustu 18 mánaða af grunnrekstri Hörpu nemur því 549 milljónum króna. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir ljóst að rekstur Hörpu standi ekki undir sér miðað við óbreytt fasteignagjöld en Hörpu er gert að greiða 188 milljónir króna í fasteignagjöld vegna fyrri hluta ársins. „Við borgum fjórum sinnum hærri gjöld á fermetra en Kringlan og Smáralind,“ bendir Halldór á. Hann segir þó að rekstur Hörpu fari batnandi, tapið á fyrri helmingi ársins 2015 hafi verið 40 milljónum króna lægra en á fyrri helmingi ársins 2014. „Í fyrsta skipti er tapið talsvert lægra en fasteignagjöldin sem við borgum,“ segir Halldór.Halldór Guðmundsson - forstjóri - Harpa -Harpa tapaði dómsmáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn Þjóðskrá Íslands í maí, þar sem farið var fram á að fasteignamat hússins yrði ógilt. Harpa hefur áfrýjað því máli til Hæstaréttar. „Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir því að fasteignagjöldin yrðu um það bil helmingi lægri. Þá var einnig reiknað með því að uppbygging á Hörpureitnum yrði samferða Hörpunni. Svo kemur hrunið og þetta dregst allt mjög á langinn. En ég er reyndar ekki í neinum vafa um að ávinningur þjóðarinnar af þessu húsi er gríðarlegur, það komu 1,5 milljónir manna í húsið í fyrra,“ segir Halldór. Fasteignagjöldin sem Harpa greiðir renna til Reykjavíkurborgar, sem á 46 prósenta hlut í Hörpu á móti 54 prósenta hlut ríkisins. Ríkið og Reykjavíkurborg greiða um milljarð króna árlega af 19,5 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út til að fjármagna byggingu Hörpu. Þar að auki hafa ríkið og Reykjavíkurborg skuldbundið sig til að greiða beint til reksturs Hörpu um 170 milljónir króna árlega út árið 2016.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira