Harmageddon

Yfirburðir X977 á Menningarnótt halda áfram

Mætingin á tónleikana er alltaf með besta móti. Fréttablaðið/daníel
Mætingin á tónleikana er alltaf með besta móti. Fréttablaðið/daníel
Hinir árlegu Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks og má því með sanni segja að yfirburðir X977 á menningarnótt halda áfram. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða:

Agent Fresco

Bootlegs

Bubbi + Dimma

Emmsjé Gauti

Ensími

Fufanu

Gísli Pálmi

Júníus Meyvant

Máni Orrason

Pink Street Boys

Reykjavíkurdætur

Rythmatik

Trúboðarnir

Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir. 
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.