Jökla að nálgast 400 laxa veiði Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2015 11:00 Hólaflúð í Jöklu en þetta hefur verið einn besti staðurinn í ánni í sumar Um það bil 400 laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu og stefnir í metár þar á bæ en mikið af laxi hefur gengið í ársvæðið í sumar. Svæðið kennt við Jöklu samanstendur af Jöklu, Kaldá, Laxá og Fögruhlíðará. Staðan í Hálsalóni er góð fyrir veiðimenn því ekkert útlit er fyrir að Jökla fari í yfirfall í september sem þýðir að hún verður líklega í fyrsta skipti veidd þann mánuðinn. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Þresti Elliðasyni er megnið af laxinum ennþá neðan Hólaflúðar og lítið hefur ennþá gengið upp á efri svæðin. Hliðarárnar hafa einnig verið að gefa fína veiði og er nokkuð mikið af sjóbleikju í neðri hluta Kaldár sem dæmi og þar getur hún oft orðið mjög væn. Smálaxagöngurnar hafa verið mjög góðar en framan af tímabilinu var svo til eingöngu tveggja ára lax að taka flugurnar hjá veiðimönnum. Besta tímabilið er í raun eftir og það er ekkert ólíklegt að með þokkalegri aðsókn gætu 200-300 laxar bæst við töluna sem gerir þetta að besta ári fyrr og síðar í Jöklu og hliðarám hennar. Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði
Um það bil 400 laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu og stefnir í metár þar á bæ en mikið af laxi hefur gengið í ársvæðið í sumar. Svæðið kennt við Jöklu samanstendur af Jöklu, Kaldá, Laxá og Fögruhlíðará. Staðan í Hálsalóni er góð fyrir veiðimenn því ekkert útlit er fyrir að Jökla fari í yfirfall í september sem þýðir að hún verður líklega í fyrsta skipti veidd þann mánuðinn. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Þresti Elliðasyni er megnið af laxinum ennþá neðan Hólaflúðar og lítið hefur ennþá gengið upp á efri svæðin. Hliðarárnar hafa einnig verið að gefa fína veiði og er nokkuð mikið af sjóbleikju í neðri hluta Kaldár sem dæmi og þar getur hún oft orðið mjög væn. Smálaxagöngurnar hafa verið mjög góðar en framan af tímabilinu var svo til eingöngu tveggja ára lax að taka flugurnar hjá veiðimönnum. Besta tímabilið er í raun eftir og það er ekkert ólíklegt að með þokkalegri aðsókn gætu 200-300 laxar bæst við töluna sem gerir þetta að besta ári fyrr og síðar í Jöklu og hliðarám hennar.
Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði