Körfubolti

Ragna Margrét og Telma spila með Stjörnunni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir með Bryndísi Gunnlaugsdóttur úr meistaraflokksráði Stjörnunnar.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir með Bryndísi Gunnlaugsdóttur úr meistaraflokksráði Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan

Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir skrifuðu báðar í dag undir samning við nýliða Stjörnunnar í Dominos-deild kvenna.

Ragna Margrét er miðherji íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið leikmaður með Val síðustu árin en Telma Björk er að taka fram skóna á ný.

Ragna Margrét hefur verið lykilleikmaður í Val og íslenska landsliðinu síðustu ár og á seinasta tímabili var hún með 9,4 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik.

Telma Björk Fjalarsdóttir er að taka fram skóna á nýju en hún spilaði seinast með Haukum tímabilið 201-2011 og nokkra leiki í upphafi tímabilsins 2011-2012. Árið 2010-2011 var hún með 6,9 stig að meðaltali í leik og 8,3 fráköst.

Ragna Margrét og Telma eru vanar því að spila saman inn í teig en þær urðu Íslandsmeistarar saman með Haukum vorið 2009 ásamt leikmönnum Stjörnunnar, Bryndísi Hönnu Hreinsdóttur, Kristínu Fjólu Reynisdóttur og Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur. Ragna Margrét og Telma hafa einnig spilað saman með íslenska landsliðinu.

Stjarnan mætir með sterkt lið til leiks á fyrsta tímabilið liðsins í efstu deild en meðal nýrra leikmanna í Garðabænum eru Margrét Kara Sturludóttir og Hafrún Hálfdánardóttir sem báðar eru að byrja aftur í körfunni eftir hlé.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.