Glamour

Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu

Ritstjórn skrifar
Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnaði í dag heimasíðuna sína www.karisverriss.com.

Kári útskrifaðist núna í vor með meistaragráðu í tískuljósmyndun frá London Collage of Fashion, og hefur nú þegar skapað sér gott orð í tískuheiminum og er kominn í hóp með færustu tískuljósmyndurum landsins.

Hann myndaði meðal annars bjútí þáttinn fyrir fjórða tölublað Glamour og hefur að auki unnið fyrir Taílenska L'Officiel og myndað skartgripalínu Magnea x Aurum svo fátt eitt sé nefnt.

Glamour óskar Kára til hamingju með nýju síðuna og hlakkar til að fylgjast með honum og vonandi vinna meira með í framtíðinni.

 

Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!

Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. 

Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.