Glamour

Sólarvörn Jessicu Alba gagnrýnd

Ritstjórn skrifar
Snyrtivörufyrirtæki leikkonunnar Jessicu Alba, Honest, hefur undanfarið verið harðlega gagnrýnt fyrir léleg gæði sólarvarnar merkisins. Merkið gefur sig út fyrir að vera bæði lífrænt og umhverfisvænt og því án allra aukaefna sem talin eru skaðleg.

Í marsmánuði byrjuðu viðskiptavinir að skilja eftir athugasemdir á sölusíðunni Amazon þar sem þeir kvörtuðu undan því að hafa skaðbrunnið eftir notkun sólarvarnarinnar. 

Í kjölfarið birtu fjölmargir myndir af sér á twitter þar sem þeir sögðust hafa brunnið illa og börnin þeirra líka, þrátt fyrir að hafa fylgt leiðbeiningum og borið á sig á tveggja tíma fresti.

Nú hefur leikkonan loksins svarað gagnrýninni og segir að Honest ætli að endurskoða formúluna. Áður hafi vörnin aðeins verið vatnsheld í 40 mínútur en þau muni nú lengja tímann í 80 mínútur. 

Hún birti einnig mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún sagði ástæðuna fyrir stofnun fyrirtækisins væri að vernda sjálfan sig og börnin. 










×