Körfubolti

Tólftu lokaúrslitin hjá Birnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir.
Birna Valgarðsdóttir. Vísir/Vilhelm

Birna Valgarðsdóttir er enn á ný kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en í kvöld hefjast lokaúrslit Dominos-deildar kvenna í körfubolta þar sem Birna og félagar mæta Snæfelli.

Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 í Stykkishólmi.

Birna komst í sitt fyrsta úrslitaeinvígi vorið 1999 og þetta verða tólftu lokaúrslit hennar á ferlinum.

Birna bætir þarna sitt eigið met en enginn önnur körfuboltakona hefur náð því að taka þátt í fleiri en níu lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Birna hefur alls leikið 36 leiki í lokaúrslitum en hún bætti leikjamet Kristínar Bjarkar Jónsdóttir og Guðbjargar Norðfjörð þegar hún spilaði fjóra leiki í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum.

Birna er með 10 stig og 5,1 frákast að meðaltali á 29,1 mínútu í þessum 36 leikjum í úrslitaeinvíginu.

Birna á möguleika á því að verða Íslandsmeistari í áttunda sinn vinni Keflavíkurliðið Íslandsmeistaratitilinn.

Lokaúrslit Birnu Valgarðsdóttur:
1999 með Keflavík - Silfur (0-3 tap fyrir KR)
2000 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-2 sigur á KR)
2001 með Keflavík - Silfur  (0-3 tap fyrir KR)
2003 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á KR)
2004 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á ÍS)
2005 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á Grindavík)
2006 með Keflavík - Silfur  (0-3 tap fyrir Haukum)
2007 með Keflavík - Silfur  (1-3 tap fyrir Haukum)
2008 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á KR)
2011 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á Njarðvík)
2013 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-1 sigur á KR)
2015 með Keflavík - Mæta Snæfelli

Flest lokaúrslit hjá konum (Fyrir 2015)
11 - Birna Valgarðsdóttir
9 - Anna María Sveinsdóttir
9 - Erla Þorsteinsdóttir
9 - Guðbjörg Norðfjörð
9 - Helga Þorvalsdóttir
9 - Kristín Björk JónsdóttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.