Innlent

Tveggja ára drengur lést á sveitabæ í Vestur-Skaftafellssýslu

Atli Ísleifsson skrifar
Drengurinn féll út um dyraop dráttarvélar og lenti undir malarvagni sem hún dró.
Drengurinn féll út um dyraop dráttarvélar og lenti undir malarvagni sem hún dró.
Banaslys varð á sveitabæ í Meðallandi í Vestur Skaftafellssýslu um klukkan hálf tvö í dag þegar drengur á þriðja aldursári féll út um dyraop dráttarvélar og lenti undir malarvagni sem hún dró.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að lögregla og sjúkralið frá Kirkjubæjarklaustri og Vík hafi verið kallað á vettvang en endurlífgunartilraunir ekki borið árangur. Drengurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn slyssins en ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um málið að sinni.

Banaslys varð á sveitabæ í Meðallandi í Vestur Skaftafellssýslu um kl. hálf tvö í dag þegar drengur á þriðja aldursári...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 6 April 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×