Innlent

Gæsluvarðhald yfir konunni framlengt um fjórar vikur

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur í viðbót.
Konan verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur í viðbót. Vísir/Stefán

Gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Sambýlismaður hennar fannst látinn á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði 14. febrúar síðastliðinn og var konan handtekin á vettvangi.

Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald degi síðar en það var framlengt um fjórar vikur í dag vegna almannahagsmuna að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og er talið að maðurinn hafi látist af völdum hnífsstungu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru.


Tengdar fréttir

Morð í sömu götu fyrir þremur árum

Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×