Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Ritstjórn skrifar 15. september 2015 12:00 Hönnuður Hood By Air, Shayne Oliver, hefur aldrei verið þekktur fyrir að fylgja straumnum. Á því var engin undantekning á sýningu merkisins á tískuvikunni í New York í gær. Fyrirsæturnar skörtuðu óblönduðu „contouring„ eða skyggingu, sem hefur verið gríðarlega vinsæl síðastliðið ár. Tilgangur förðunarinnar er að móta andlitið upp á nýtt með dökkum og ljósum farða í fegurðarskyni. Förðunin á fyrirsætunum hefur vægast sagt vakið mikla athygli, en það var förðunarmeistari MAC, Inge Grognard, sem á heiðurinn af henni.Skyggingarförðunin er oftast tengd við þekkta fjölskyldu úr raunveruleikaþætti, og vegna þeirra hefur þessi förðun orðið gríðarlega vinsæl hjá förðunarmeisturum og stúlkum um allan heim. Segist Grognard ekki skilja hversvegna ungar stúlkur, sem eru næstum því fullkomnar fyrir, noti þessa förðunaraðferð til að verða enn fullkomnari. Hvort sem þetta er skot á þessa ágætu förðunaraðferð eða hvað, þá er gaman að sjá að einhver hefur húmor fyrir þessu. Glamour Fegurð Mest lesið Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Kardashian-systur allar saman í Calvin Klein auglýsingu Glamour Gucci opnar fínan veitingastað Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour
Hönnuður Hood By Air, Shayne Oliver, hefur aldrei verið þekktur fyrir að fylgja straumnum. Á því var engin undantekning á sýningu merkisins á tískuvikunni í New York í gær. Fyrirsæturnar skörtuðu óblönduðu „contouring„ eða skyggingu, sem hefur verið gríðarlega vinsæl síðastliðið ár. Tilgangur förðunarinnar er að móta andlitið upp á nýtt með dökkum og ljósum farða í fegurðarskyni. Förðunin á fyrirsætunum hefur vægast sagt vakið mikla athygli, en það var förðunarmeistari MAC, Inge Grognard, sem á heiðurinn af henni.Skyggingarförðunin er oftast tengd við þekkta fjölskyldu úr raunveruleikaþætti, og vegna þeirra hefur þessi förðun orðið gríðarlega vinsæl hjá förðunarmeisturum og stúlkum um allan heim. Segist Grognard ekki skilja hversvegna ungar stúlkur, sem eru næstum því fullkomnar fyrir, noti þessa förðunaraðferð til að verða enn fullkomnari. Hvort sem þetta er skot á þessa ágætu förðunaraðferð eða hvað, þá er gaman að sjá að einhver hefur húmor fyrir þessu.
Glamour Fegurð Mest lesið Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Kardashian-systur allar saman í Calvin Klein auglýsingu Glamour Gucci opnar fínan veitingastað Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour