Klikkuð körfuboltakvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2015 07:00 Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld. Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eru farin í loftið. Þættirnir verða fastur liður á föstudagskvöldum í vetur og munu einnig lauma sér inn á mánudagskvöldum allt eftir því hvenær leikir fara fram. Karla- og kvennaboltinn fá umfjöllun þótt það sé ekkert leyndarmál að karlaboltinn fær meiri athygli. Ég hef lengi vitað að þátturinn væri í smíðum en var alls ekkert sannfærður um að það væri markaður fyrir hann. Stöð 2 Sport er áskriftarstöð og ef áhuginn er ekki nægur þá er ekki forsenda fyrir þættinum enda framleiðslukostnaður heilmikill. Sömuleiðis var ég ekkert sannfærður um að stórvinur minn, Kjartan Atli Kjartansson, væri maðurinn í stjórnandasætið. Taldi svo málglaðan og fróðan mann passa í sérfræðingasætið. Svo má lengi deila um hvaða menn passi best í stól sérfræðinga og á því hafði ég auðvitað líka skoðun. Eftir tvo þætti er ég orðinn stuðningsmaður númer eitt. Kjartan Atli fer á kostum og sérfræðingarnir sömuleiðis. Þátturinn er ekki eftirlíking af Pepsi-mörkunum heldur hefur sína sérstöðu og er að mörgu leyti frumlegur. Gríðarleg undirbúningsvinna fer í hvern þátt og þar stýrir skútunni Garðar Örn Arnarson. Ef Körfuboltakvöld er ekki komið til að vera í sjónvarpi þá er eitthvað mikið að. Betri þáttur um íslenskan körfubolta verður í það minnsta ekki gerður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld. Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eru farin í loftið. Þættirnir verða fastur liður á föstudagskvöldum í vetur og munu einnig lauma sér inn á mánudagskvöldum allt eftir því hvenær leikir fara fram. Karla- og kvennaboltinn fá umfjöllun þótt það sé ekkert leyndarmál að karlaboltinn fær meiri athygli. Ég hef lengi vitað að þátturinn væri í smíðum en var alls ekkert sannfærður um að það væri markaður fyrir hann. Stöð 2 Sport er áskriftarstöð og ef áhuginn er ekki nægur þá er ekki forsenda fyrir þættinum enda framleiðslukostnaður heilmikill. Sömuleiðis var ég ekkert sannfærður um að stórvinur minn, Kjartan Atli Kjartansson, væri maðurinn í stjórnandasætið. Taldi svo málglaðan og fróðan mann passa í sérfræðingasætið. Svo má lengi deila um hvaða menn passi best í stól sérfræðinga og á því hafði ég auðvitað líka skoðun. Eftir tvo þætti er ég orðinn stuðningsmaður númer eitt. Kjartan Atli fer á kostum og sérfræðingarnir sömuleiðis. Þátturinn er ekki eftirlíking af Pepsi-mörkunum heldur hefur sína sérstöðu og er að mörgu leyti frumlegur. Gríðarleg undirbúningsvinna fer í hvern þátt og þar stýrir skútunni Garðar Örn Arnarson. Ef Körfuboltakvöld er ekki komið til að vera í sjónvarpi þá er eitthvað mikið að. Betri þáttur um íslenskan körfubolta verður í það minnsta ekki gerður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun