Kanye West sló út Lagerfeld 8. apríl 2015 08:05 Kanye West og Lagerfeld á tískuvikunum. Ár hvert á tískuvikum gefur style.com út lista með síðuflettingum og heimsóknum á vefsíðu sína og raðar þeim niður á hönnuði. Þannig gefa þeir út topp 10 lista með mest heimsóttu sýningunum á þeirra síðu. Tískuhúsið Chanel hefur alltaf unnið og það með nokkrum yfirburðum. Í ár var þó annað uppá teningnum þegar Karl Lagerfeld og hans teymi varð að lúta í lægra haldi fyrir nýliða á listanum - Kanye West.Kanye West x Adidas Originals laðaði að ótrúlegar 4.578.461 síðuflettingar á meðan Chanel fékk “aðeins” 3.405.945 flettingar. Vinsældir herra West virðast vera ótrúlegar um þessar mundir, en viðtal sem style.com birti eftir sýningu hans sló einnig met á síðunni sem mest lesna einstaka fréttin. Forsvarsmenn síðunnar vilja meina að hugmynd Kanye um að koma hönnun og gæðum í svona fjöldaframleiðslu sé rétt tímasett og passi vel inní tískuheiminn í dag. Línan hans hefur því höfðað til mun stærri hóps en t.d. línan frá Chanel. Samskiptamiðlar eru líka með Kanye í liði, en þeir hjálpa til við að skapa þessa miklu traffík. Sem dæmi um það má nefna að allir meðlimir Karadashian fjölskyldunnar tvítuðu um atburðinn.West á sýningunniglamour/gettyKanye West hélt kúlinu. HÉR má skoða sýninguna í heild sinni.STYLE.COM/GETTYKarl Lagerfeld þakkar fyrir sig í New York. HÉR má skoða sýninguna í heild sinni.Tölurnar sýna hversu oft hver og ein sýning var skoðuð á vefsíðu STYLE.COMÁhugavert var að Gucci færðist ofar á listann með nýjan listrænan stjórnanda sem virðist vera að gera réttu hlutina. GLAMOUR hlakkar til að fylgjast betur með þeirri þróun.Elísabet Gunnars bloggar - HÉRInstagram - HÉRTwitter - HÉR Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Draumkennd sýning Hildar Yeoman í kvöldsólinni Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Britney Spears setur pólitík í Ísrael á hliðina Glamour
Ár hvert á tískuvikum gefur style.com út lista með síðuflettingum og heimsóknum á vefsíðu sína og raðar þeim niður á hönnuði. Þannig gefa þeir út topp 10 lista með mest heimsóttu sýningunum á þeirra síðu. Tískuhúsið Chanel hefur alltaf unnið og það með nokkrum yfirburðum. Í ár var þó annað uppá teningnum þegar Karl Lagerfeld og hans teymi varð að lúta í lægra haldi fyrir nýliða á listanum - Kanye West.Kanye West x Adidas Originals laðaði að ótrúlegar 4.578.461 síðuflettingar á meðan Chanel fékk “aðeins” 3.405.945 flettingar. Vinsældir herra West virðast vera ótrúlegar um þessar mundir, en viðtal sem style.com birti eftir sýningu hans sló einnig met á síðunni sem mest lesna einstaka fréttin. Forsvarsmenn síðunnar vilja meina að hugmynd Kanye um að koma hönnun og gæðum í svona fjöldaframleiðslu sé rétt tímasett og passi vel inní tískuheiminn í dag. Línan hans hefur því höfðað til mun stærri hóps en t.d. línan frá Chanel. Samskiptamiðlar eru líka með Kanye í liði, en þeir hjálpa til við að skapa þessa miklu traffík. Sem dæmi um það má nefna að allir meðlimir Karadashian fjölskyldunnar tvítuðu um atburðinn.West á sýningunniglamour/gettyKanye West hélt kúlinu. HÉR má skoða sýninguna í heild sinni.STYLE.COM/GETTYKarl Lagerfeld þakkar fyrir sig í New York. HÉR má skoða sýninguna í heild sinni.Tölurnar sýna hversu oft hver og ein sýning var skoðuð á vefsíðu STYLE.COMÁhugavert var að Gucci færðist ofar á listann með nýjan listrænan stjórnanda sem virðist vera að gera réttu hlutina. GLAMOUR hlakkar til að fylgjast betur með þeirri þróun.Elísabet Gunnars bloggar - HÉRInstagram - HÉRTwitter - HÉR
Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Draumkennd sýning Hildar Yeoman í kvöldsólinni Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Britney Spears setur pólitík í Ísrael á hliðina Glamour