Að svindla á prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 14:30 Nemendur í útskriftarárgangi menntaskóla í borginni liggja sumir hverjir undir feldi. Greint var frá því í vikunni að níu þeirra hefðu verið staðnir að verki við svindl á stúdentsprófinu í þýsku. Flestir eru víst „fyrirmyndarnemendur“ en ekki á barmi falls. Níumenningarnir fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum en þeim stendur þó til boða að ljúka námi á næstu vikum gangi þeir að tilboði skólastjóra. Þvílík óheppni að vera böstaður á stúdentsprófinu korteri fyrir útskrift. Hverjar eru líkurnar? Líkurnar eru reyndar ágætar ef yfirsetumaðurinn tekur hlutverk sitt alvarlega. Það hefur hins vegar aldrei verið tilfellið í neinu prófi sem ég hef þreytt. Skipta prófin fleiri hundruðum. Blíðu gömlu yfirsetukonurnar í HÍ voru ekki líklegar til að standa górillu með talstöð að verki. Fastlega má gera ráð fyrir að nemandi sem er staðinn að verki í stúdentsprófi hafi svindlað áður, og örugglega oftar en einu sinni. Ef þú hefur aldrei svindlað á prófi, ert heiðarleikinn uppmálaður, myndirðu taka áhættuna á stúdentsprófinu? Ég leyfi mér að stórefast um það. Sjaldan hefur mér blöskrað jafnmikið og að loknu skyndiprófi í meistaranáminu í burðarþolsfræði. Nemendur standa á fætur og ganga með úrlausn sína í átt til kennarans. Samnemandi spyr mig hvernig ég hafi leyst spurningu sem líklega gilti 2%. Ég svaraði án þess að hugsa enda öllum ljóst að prófinu væri lokið. „Já!“ sagði viðkomandi, settist niður aftur og breytti svarinu. Hann lét sem hann heyrði ekki athugasemdir mínar. Ég svekkti mig lengi, velti því fyrir mér að fara á fund prófessorsins og var rétt að jafna mig í jólaprófunum. Heimapróf, sólarhringur og öll gögn leyfð. Eina skilyrðið var engin samvinna. Þegar sami nemandi hringdi í mig til að fá svörin við „bara einni spurningu“, og var svo yfir sig hneykslaður á því að ég vildi ekki hjálpa honum, var mér öllum lokið. Ætli þetta hafi verið einu skiptin sem hann, nú reyndur byggingaverkfræðingur, svindlaði? Ekki séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun
Nemendur í útskriftarárgangi menntaskóla í borginni liggja sumir hverjir undir feldi. Greint var frá því í vikunni að níu þeirra hefðu verið staðnir að verki við svindl á stúdentsprófinu í þýsku. Flestir eru víst „fyrirmyndarnemendur“ en ekki á barmi falls. Níumenningarnir fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum en þeim stendur þó til boða að ljúka námi á næstu vikum gangi þeir að tilboði skólastjóra. Þvílík óheppni að vera böstaður á stúdentsprófinu korteri fyrir útskrift. Hverjar eru líkurnar? Líkurnar eru reyndar ágætar ef yfirsetumaðurinn tekur hlutverk sitt alvarlega. Það hefur hins vegar aldrei verið tilfellið í neinu prófi sem ég hef þreytt. Skipta prófin fleiri hundruðum. Blíðu gömlu yfirsetukonurnar í HÍ voru ekki líklegar til að standa górillu með talstöð að verki. Fastlega má gera ráð fyrir að nemandi sem er staðinn að verki í stúdentsprófi hafi svindlað áður, og örugglega oftar en einu sinni. Ef þú hefur aldrei svindlað á prófi, ert heiðarleikinn uppmálaður, myndirðu taka áhættuna á stúdentsprófinu? Ég leyfi mér að stórefast um það. Sjaldan hefur mér blöskrað jafnmikið og að loknu skyndiprófi í meistaranáminu í burðarþolsfræði. Nemendur standa á fætur og ganga með úrlausn sína í átt til kennarans. Samnemandi spyr mig hvernig ég hafi leyst spurningu sem líklega gilti 2%. Ég svaraði án þess að hugsa enda öllum ljóst að prófinu væri lokið. „Já!“ sagði viðkomandi, settist niður aftur og breytti svarinu. Hann lét sem hann heyrði ekki athugasemdir mínar. Ég svekkti mig lengi, velti því fyrir mér að fara á fund prófessorsins og var rétt að jafna mig í jólaprófunum. Heimapróf, sólarhringur og öll gögn leyfð. Eina skilyrðið var engin samvinna. Þegar sami nemandi hringdi í mig til að fá svörin við „bara einni spurningu“, og var svo yfir sig hneykslaður á því að ég vildi ekki hjálpa honum, var mér öllum lokið. Ætli þetta hafi verið einu skiptin sem hann, nú reyndur byggingaverkfræðingur, svindlaði? Ekki séns.