Enga fædda stjórnendur! Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Einræðisherra í fjarlægu ríki, köllum það N-Kóreu, deyr. Margir vonast eftir umbótaskeiði. Kaupsýslumenn frá nágrannaríkinu, köllum það S-Kóreu, reyna að tryggja ítök sín í landinu í því skyni að efla viðskipti sín við það. Menn binda vonir við að erfinginn í þjóðhöfðingjaembættinu verði minna þver. Fljótlega kemur þó annað á daginn. Landið sekkur í nýtt hörmungaskeið vegna geðvonsku þjóðhöfðingjans unga. Embættismenn og erlendir kaupsýslumenn freista þess að losna við einræðisherrann en það tekst ekki. Svikurum er komið fyrir kattarnef, viðskipti við S-Kóreu eru stöðvuð og fjölskylda einræðisherrans herðir tök sín í stjórnkerfi landsins. Með öðrum orðum „allt endar vel“. Eða þannig. Þetta er reyndar ekki lýsing á alvöruatburðum á Kóreuskaga, heldur söguþráður teiknimyndarinnar Frozen. Ungi einræðisherrann er Elsa og vondi, suðurkóreski kaupsýslumaðurinn er hertoginn af Marabæ. Sem vissulega reynir að koma henni fyrir kattarnef, en ekki fyrr en allt landið er bókstaflega gaddfreðið sökum geðvonsku hennar. Þetta er ekki eina Disney-myndin sem ber þann boðskap að sumir séu „fæddir til að stjórna“ og að ekkert sé skítlegra en að vilja stjórna, bara til að stjórna, án þess að vera með blóðið í það. Öll þessi gömlu ævintýri eru morandi í einhverjum prinsessum og prinsum. Það skásta sem alþýðuhetja getur vonast eftir er að giftast til áhrifa. Aðrir skulu ekki halda að þeir geti stjórnað. „Þekktu þinn stað væni. Völd eru fyrir hina útvöldu.“ Þetta er boðskapur miðalda. Kæra Disney. Gefið okkur, hinum ókonungbornu einhverja von. Ég vil fá mynd um úrillan en hnyttinn álf sem bloggar sig til valda. Er kosinn á þing. Í fjögur ár. Hættir svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun
Einræðisherra í fjarlægu ríki, köllum það N-Kóreu, deyr. Margir vonast eftir umbótaskeiði. Kaupsýslumenn frá nágrannaríkinu, köllum það S-Kóreu, reyna að tryggja ítök sín í landinu í því skyni að efla viðskipti sín við það. Menn binda vonir við að erfinginn í þjóðhöfðingjaembættinu verði minna þver. Fljótlega kemur þó annað á daginn. Landið sekkur í nýtt hörmungaskeið vegna geðvonsku þjóðhöfðingjans unga. Embættismenn og erlendir kaupsýslumenn freista þess að losna við einræðisherrann en það tekst ekki. Svikurum er komið fyrir kattarnef, viðskipti við S-Kóreu eru stöðvuð og fjölskylda einræðisherrans herðir tök sín í stjórnkerfi landsins. Með öðrum orðum „allt endar vel“. Eða þannig. Þetta er reyndar ekki lýsing á alvöruatburðum á Kóreuskaga, heldur söguþráður teiknimyndarinnar Frozen. Ungi einræðisherrann er Elsa og vondi, suðurkóreski kaupsýslumaðurinn er hertoginn af Marabæ. Sem vissulega reynir að koma henni fyrir kattarnef, en ekki fyrr en allt landið er bókstaflega gaddfreðið sökum geðvonsku hennar. Þetta er ekki eina Disney-myndin sem ber þann boðskap að sumir séu „fæddir til að stjórna“ og að ekkert sé skítlegra en að vilja stjórna, bara til að stjórna, án þess að vera með blóðið í það. Öll þessi gömlu ævintýri eru morandi í einhverjum prinsessum og prinsum. Það skásta sem alþýðuhetja getur vonast eftir er að giftast til áhrifa. Aðrir skulu ekki halda að þeir geti stjórnað. „Þekktu þinn stað væni. Völd eru fyrir hina útvöldu.“ Þetta er boðskapur miðalda. Kæra Disney. Gefið okkur, hinum ókonungbornu einhverja von. Ég vil fá mynd um úrillan en hnyttinn álf sem bloggar sig til valda. Er kosinn á þing. Í fjögur ár. Hættir svo.