Áhugaverðar tölur um vöxt eins árs laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2015 16:47 Mynd: Veiðimálastofnun Það er nokkuð greinilegt að árnar eru líklega á eftir áætlun en ennþá vantar kraftinn í göngurnar sem þó eru hægt og rólega að aukast. Stóri straumurinn var í morgun en þessi kemur yfirleitt í kringum Jónsmessu og er nefndur Jónsmessustraumurinn. Að hann skuli vera þetta seint á ferðinni er líkleg skýring á því hvað göngurnar virðast víða vera seinar en laxinn á það nefnilega til að elta ekki dagsetningar heldur strauma sem fylgja ekki dagatali heldur. Veiðin í ánum er bara ekki farinn almennilega af stað nema þá kannski í Blöndu og Þverá sem eru þekktar fyrir sterka 2 ára laxastofna og þeir hafa svo sannarlega skilað sér í þær tvær. Norðurá hefur verið illveiðanleg stórann hluta af júní svo heildartalan þar framan af þessu tímabili gefur enga mynd af því hvað það er mikill lax í ánni og þetta á við um margar árnar sem eru mjög vatnsmiklar þessa dagana. Náttúrulega sveiflur eru síðan vel þekktar en eftir dapurt sumar 2012, lélegt sumar 2014 er frekar búist við meðalsumri. Á heimasíðu Veiðimálastofnunar er athyglisverð rannsókn á vaxtarhraða eins árs laxa rannsakaður með tilliti til veiðitalna og það verður að segjast að þetta er mjög fróðlegur lestur fyrir alla veiðimenn. Greinileg tenging, og staðfesting á skoðunum margra veiðimanna, er á milli vaxtarhraða í sjó og stærð smálaxagangna. Miðað við þessa rannsókn er ekki lélegt ér í vændum en seint er það það er nokkuð víst. Rannsókn Veiðimálastofnunar má finna hér. Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði
Það er nokkuð greinilegt að árnar eru líklega á eftir áætlun en ennþá vantar kraftinn í göngurnar sem þó eru hægt og rólega að aukast. Stóri straumurinn var í morgun en þessi kemur yfirleitt í kringum Jónsmessu og er nefndur Jónsmessustraumurinn. Að hann skuli vera þetta seint á ferðinni er líkleg skýring á því hvað göngurnar virðast víða vera seinar en laxinn á það nefnilega til að elta ekki dagsetningar heldur strauma sem fylgja ekki dagatali heldur. Veiðin í ánum er bara ekki farinn almennilega af stað nema þá kannski í Blöndu og Þverá sem eru þekktar fyrir sterka 2 ára laxastofna og þeir hafa svo sannarlega skilað sér í þær tvær. Norðurá hefur verið illveiðanleg stórann hluta af júní svo heildartalan þar framan af þessu tímabili gefur enga mynd af því hvað það er mikill lax í ánni og þetta á við um margar árnar sem eru mjög vatnsmiklar þessa dagana. Náttúrulega sveiflur eru síðan vel þekktar en eftir dapurt sumar 2012, lélegt sumar 2014 er frekar búist við meðalsumri. Á heimasíðu Veiðimálastofnunar er athyglisverð rannsókn á vaxtarhraða eins árs laxa rannsakaður með tilliti til veiðitalna og það verður að segjast að þetta er mjög fróðlegur lestur fyrir alla veiðimenn. Greinileg tenging, og staðfesting á skoðunum margra veiðimanna, er á milli vaxtarhraða í sjó og stærð smálaxagangna. Miðað við þessa rannsókn er ekki lélegt ér í vændum en seint er það það er nokkuð víst. Rannsókn Veiðimálastofnunar má finna hér.
Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði