Volvo ætlar með þessum laglega bíl að hrista uppí markaðnum fyrir stærri lúxusbíla og bíta hressilega af kökunni frá BMW, Mercedes Benz og Audi. Þessi S90 bíll leysir af hólmi S80 og verður sölu hans hætt.
Vélbúnaður S90 verður að mestu sá sami og í boði er í nýja XC90 jeppa Volvo og er þar aðeins notast við fjögurra strokka vélar, þó í mismunandi útfærslum, allt að 400 hestöflum með rafmótorum til aðstoðar.