"Eyjar? Af hverju í ósköpunum?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júlí 2014 07:00 Eftir hátt í 24 ára langa ævi ákvað ég loks að láta verða af því. Það var kominn tími til að heimsækja fyrirheitna landið, fara til útlanda. Ég er á leið til Eyja. Já. Vestmannaeyjar, hér kem ég. Lof mér að segja, hve ljúft það er að vera til og allt það en vandamálið er að fólk virðist almennt ekki styðja þessa pílagrímsför mína. Þegar ég sagði, örlítið stolt, að ég hygðist halda úr landi yfir eina helgi hváðu samstarfsfélagar mínir. „Af hverju í ósköpunum?“ öskraði Heimir Már Pétursson yfir saltfiski að hætti Andalúsíumanna í hádeginu í gær. Meira að segja þessir tveir sem ættaðir eru úr höfuðvígi Sjálfstæðismanna lyftu brúnum. Leiðangur minn er raunar drifinn áfram af einskærri forvitni. Sú tilfinning hefur ágerst eftir að ég fór að tilkynna fólki í nærumhverfi mínu af honum. Alla mína ævi hef ég hlustað á lofsögur og söngva um Heimaey en um leið og ég ákveð að heimsækja paradís er ég í allt í einu vitfirringur. Iss. Ðe lónlí blúbojs vissu að það yrði partí í Búðardal. Þeir trúðu því staðfastlega í rúmar tvær mínútur að það væri þess virði að leggja land undir fót til að kíkja í krummaskuð. Ég verð bara að taka mér það viðhorf til fyrirmyndar. En ókei. Það er auðvitað margt hægt að gera sér til skemmtunar í Eyjum. Goslokasafnið, sprang, lundar, David James, Slippurinn og kvóti. En ef ég reyndi að halda því fram að þetta væri það sem togaði í mig þá væri það eintómt yfirskin. Innst inni held ég að allir viti svarið. Ég er að fara til Eyja til þess að finna Elliða og dansa uppi á borðum. Já, það er kannski fokking ótrúlegt. En þú mátt hafa það eftir mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun
Eftir hátt í 24 ára langa ævi ákvað ég loks að láta verða af því. Það var kominn tími til að heimsækja fyrirheitna landið, fara til útlanda. Ég er á leið til Eyja. Já. Vestmannaeyjar, hér kem ég. Lof mér að segja, hve ljúft það er að vera til og allt það en vandamálið er að fólk virðist almennt ekki styðja þessa pílagrímsför mína. Þegar ég sagði, örlítið stolt, að ég hygðist halda úr landi yfir eina helgi hváðu samstarfsfélagar mínir. „Af hverju í ósköpunum?“ öskraði Heimir Már Pétursson yfir saltfiski að hætti Andalúsíumanna í hádeginu í gær. Meira að segja þessir tveir sem ættaðir eru úr höfuðvígi Sjálfstæðismanna lyftu brúnum. Leiðangur minn er raunar drifinn áfram af einskærri forvitni. Sú tilfinning hefur ágerst eftir að ég fór að tilkynna fólki í nærumhverfi mínu af honum. Alla mína ævi hef ég hlustað á lofsögur og söngva um Heimaey en um leið og ég ákveð að heimsækja paradís er ég í allt í einu vitfirringur. Iss. Ðe lónlí blúbojs vissu að það yrði partí í Búðardal. Þeir trúðu því staðfastlega í rúmar tvær mínútur að það væri þess virði að leggja land undir fót til að kíkja í krummaskuð. Ég verð bara að taka mér það viðhorf til fyrirmyndar. En ókei. Það er auðvitað margt hægt að gera sér til skemmtunar í Eyjum. Goslokasafnið, sprang, lundar, David James, Slippurinn og kvóti. En ef ég reyndi að halda því fram að þetta væri það sem togaði í mig þá væri það eintómt yfirskin. Innst inni held ég að allir viti svarið. Ég er að fara til Eyja til þess að finna Elliða og dansa uppi á borðum. Já, það er kannski fokking ótrúlegt. En þú mátt hafa það eftir mér.