Hvað er svona merkilegt við það? Saga Garðarsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Ég vil ekki meina að ég sé óhóflega hrifnæm eða léttilega ginkeypt en til er leið að hjarta mínu sem öllum er fær. Sennilega er ekki gáfulegt að gefa upp sinn snöggasta blett eða básúna um hann í blöðum – Akkiles hefði til að mynda aldrei fjallað um hælsærið sitt í fjölmiðlum síns tíma og Sigmundur hefði betur látið vera að sýna okkur hversu illa hann þolir einfaldar spurningar, nokkrar í röð – en ég læt vaða: Ég fell fyrir öllum mönnum sem þora að vera femínistar. Ég kikna í hnjánum yfir hugrekki þeirra og finnst samfélagslegur skilningur þeirra stjarnfræðilegur. En er það ekki fáránlegt? Er ekki fáránlegt að finnast það merkilegt að einhver sé femínisti? Er merkilegt að líta ekki niður á helming jarðarbúa? Er ekki frekar merkilegt að það þurfi að taka það fram að maður sé femínisti? Nú mega lífsleiðir gera sér það til gamans að hártogast út í merkingu orðsins en þú þarft að vera ansi mikill asni til að halda því fram að jafnrétti kynja sé endanlega náð. Og enn meiri asni ef þú vilt ekki breyta því. Fæstir eru slíkir asnar svo ég spyr; Þarf að skilgreina það sjálfsagða? Tökum við það fram þegar við hittum fólk að við höfum ekki íhugað efnaárás í dag og ekki standi til að umskera neinn, þó færi gefist. Taka stelpur það fram á stefnumóti að þær séu ekki meðlimir í nýnasistaflokki í þeirri von að viðkomandi heillist af manngæsku þeirra og umburðarlyndi gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrotum? Er ekki löngu tímabært að asnarnir skilgreini sig frekar frá því sem er fullkomlega eðlilegt? Þannig verði stjórnmálamaður ekki spurður að því hvort hann sé femínisti heldur hvort hann sé asni. Það þætti ekki femínískt að hafa fleiri en þrjár kvenpersónur í bíómynd heldur asnalegt að hafa þær ekki fleiri. Ekki væri talað um öfgafulla femínista sem safna ummælum karla á netinu, heldur þættu ummælin öfgafull og asnaleg. Asnar væru svo með asnafélag og asnavefsíðu þar sem þeir réttlættu sitt ofbeldi. Og enginn þyrfti að taka það fram að hann væri femínisti til að fara í sleik við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun
Ég vil ekki meina að ég sé óhóflega hrifnæm eða léttilega ginkeypt en til er leið að hjarta mínu sem öllum er fær. Sennilega er ekki gáfulegt að gefa upp sinn snöggasta blett eða básúna um hann í blöðum – Akkiles hefði til að mynda aldrei fjallað um hælsærið sitt í fjölmiðlum síns tíma og Sigmundur hefði betur látið vera að sýna okkur hversu illa hann þolir einfaldar spurningar, nokkrar í röð – en ég læt vaða: Ég fell fyrir öllum mönnum sem þora að vera femínistar. Ég kikna í hnjánum yfir hugrekki þeirra og finnst samfélagslegur skilningur þeirra stjarnfræðilegur. En er það ekki fáránlegt? Er ekki fáránlegt að finnast það merkilegt að einhver sé femínisti? Er merkilegt að líta ekki niður á helming jarðarbúa? Er ekki frekar merkilegt að það þurfi að taka það fram að maður sé femínisti? Nú mega lífsleiðir gera sér það til gamans að hártogast út í merkingu orðsins en þú þarft að vera ansi mikill asni til að halda því fram að jafnrétti kynja sé endanlega náð. Og enn meiri asni ef þú vilt ekki breyta því. Fæstir eru slíkir asnar svo ég spyr; Þarf að skilgreina það sjálfsagða? Tökum við það fram þegar við hittum fólk að við höfum ekki íhugað efnaárás í dag og ekki standi til að umskera neinn, þó færi gefist. Taka stelpur það fram á stefnumóti að þær séu ekki meðlimir í nýnasistaflokki í þeirri von að viðkomandi heillist af manngæsku þeirra og umburðarlyndi gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrotum? Er ekki löngu tímabært að asnarnir skilgreini sig frekar frá því sem er fullkomlega eðlilegt? Þannig verði stjórnmálamaður ekki spurður að því hvort hann sé femínisti heldur hvort hann sé asni. Það þætti ekki femínískt að hafa fleiri en þrjár kvenpersónur í bíómynd heldur asnalegt að hafa þær ekki fleiri. Ekki væri talað um öfgafulla femínista sem safna ummælum karla á netinu, heldur þættu ummælin öfgafull og asnaleg. Asnar væru svo með asnafélag og asnavefsíðu þar sem þeir réttlættu sitt ofbeldi. Og enginn þyrfti að taka það fram að hann væri femínisti til að fara í sleik við mig.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun