Breytingarnar felast meðal annars í nýrri valmynd sem birtist á vinstri hlið skjás en á hægri hlið má finna lista yfir vini viðkomandi á samskiptaþjónustunni Google Hangouts. Þá birtast hnappar neðst á skjánum sem eiga að auðvelda notanda að stofna nýjan viðburð eða tölvupóst.

Hið nýja útlit virðist vera hannað með spjaldtölvur og snjallsíma í huga og er í samræmi við þær myndir sem láku nýlega af breyttu útliti Gmail fyrir snjallsíma.