Játningar nútímamanns Atli Fannar Bjarkason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Ég elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað Sæbrautina klukkan fimm mínútur í tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower Zinger út um lúguna fyrir lokun. Ég fór einu sinni á KFC, pantaði kjúkling fyrir 15 þúsund kall og afgreiðslumaðurinn spurði hvort ég ætlaði að borða á staðnum — svo augljós var eftirvænting mín. Ég skráði líka einu sinni vin minn í KFC-klúbbinn. Umsóknin var svo vönduð að hann flaug inn og var nánast boðið sæti í stjórn fyrirtækisins. Auðvitað langaði mig bara sjálfan að fá inngöngu en ég er of stoltur til að sækja gjafabréfin sem meðlimir fá í laun fyrir vinnu sína í þágu ofurstans. Ást mín er ómenguð. Þetta segi ég þrátt fyrir að hver einasti ungi hafi lifað ömurlegu lífi í þröngu rými með þúsund félögum sínum áður en hann útskrifaðist sem djúpsteiktur borgari með krydduðu majonesi og kartöfluskífu. Ekki nóg með það. Í vikunni sagði internetið mér að alls 23 þrælar væru í vinnu fyrir mig. Ég er 23-þræla maður. Ég hef ómeðvitað safnað í kringum mig nógu mörgum þrælum til að reisa grafhýsi og get sjálfum mér um kennt; þessi pistill er til dæmis skrifaður á Apple-fartölvu sem Kínverjar settu saman við hræðilegar aðstæður í heimalandi sínu. Laun þeirra myndu ekki duga fyrir kaffibolla í Reykjavík – þrátt fyrir að líkur séu á að kollegar þeirra í þrælabransanum hafi tínt baunirnar í kaffið. Eitt enn. Inni í ísskáp bíða tvö páskaegg sem ég hyggst borða yfir páskana. Saklaust yfirbragð eggjanna felur ekki þá staðreynd að réttlaust fólk kom að öllum líkindum að gerð þeirra með ólaunaðri vinnu innan um kakótré í Afríku. Samviskulausi nútímamaðurinn ég lætur þetta ekki á sig fá, en er voða pirraður yfir ríkisstjórninni sem samlandar hans kusu yfir sig. Óréttlætið, maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Ég elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað Sæbrautina klukkan fimm mínútur í tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower Zinger út um lúguna fyrir lokun. Ég fór einu sinni á KFC, pantaði kjúkling fyrir 15 þúsund kall og afgreiðslumaðurinn spurði hvort ég ætlaði að borða á staðnum — svo augljós var eftirvænting mín. Ég skráði líka einu sinni vin minn í KFC-klúbbinn. Umsóknin var svo vönduð að hann flaug inn og var nánast boðið sæti í stjórn fyrirtækisins. Auðvitað langaði mig bara sjálfan að fá inngöngu en ég er of stoltur til að sækja gjafabréfin sem meðlimir fá í laun fyrir vinnu sína í þágu ofurstans. Ást mín er ómenguð. Þetta segi ég þrátt fyrir að hver einasti ungi hafi lifað ömurlegu lífi í þröngu rými með þúsund félögum sínum áður en hann útskrifaðist sem djúpsteiktur borgari með krydduðu majonesi og kartöfluskífu. Ekki nóg með það. Í vikunni sagði internetið mér að alls 23 þrælar væru í vinnu fyrir mig. Ég er 23-þræla maður. Ég hef ómeðvitað safnað í kringum mig nógu mörgum þrælum til að reisa grafhýsi og get sjálfum mér um kennt; þessi pistill er til dæmis skrifaður á Apple-fartölvu sem Kínverjar settu saman við hræðilegar aðstæður í heimalandi sínu. Laun þeirra myndu ekki duga fyrir kaffibolla í Reykjavík – þrátt fyrir að líkur séu á að kollegar þeirra í þrælabransanum hafi tínt baunirnar í kaffið. Eitt enn. Inni í ísskáp bíða tvö páskaegg sem ég hyggst borða yfir páskana. Saklaust yfirbragð eggjanna felur ekki þá staðreynd að réttlaust fólk kom að öllum líkindum að gerð þeirra með ólaunaðri vinnu innan um kakótré í Afríku. Samviskulausi nútímamaðurinn ég lætur þetta ekki á sig fá, en er voða pirraður yfir ríkisstjórninni sem samlandar hans kusu yfir sig. Óréttlætið, maður.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun