Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Frosti Logason skrifar 14. ágúst 2014 13:40 Sindri Guðjónsson. Sindri Guðjónsson, þýðandi og lögfræðingur, er sérstakur áhugamaður um Mið-Austurlönd og dvaldi meðal annars í Jórdaníu á síðasta ári til þess að kynnast staðarháttum og menningu. Sindri skilur og talar arabísku og notaði dvöl sína í Jórdaníu einnig til að skerpa á tungumálinu. Þar kynntist hann fólki sem hafði tekið þátt í átökunum í Sýrlandi með hinum ýmsu baráttuhópum eins og Sýrlenska frelsishernum og Jabhat al-Nusra. Rætt var við Sindra í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun um hryðjuverkahópinn Íslamska ríkið, áður þekktur sem ISIS, sem að óhætt er að segja að sé orðin ein áhrifamesta fylking uppreisnarmanna í Sýrlandi og Írak enda hefur hann verið þar í stöðugri og mjög blóðugri sókn undanfarna mánuði. Sindri segir augljóst að Íslamska ríkið búi yfir mikilli hernaðargetu enda hefur hópurinn verið að berjast á mörgum vígstöðum í einu án þess að það hafi bitnað á árangri þeirra. Hópurinn hefur til að mynda barist við stjórnarherinn í Sýrlandi sem hefur verið vel studdur af Íran á sama tíma og þeir hafa barist þar við gömlu uppreisnarhreyfingarnar, eins og sýrlenska frelsisherinn (e. Free Syrian-Army) sem voru þó að kljást við sameiginlegan óvin þeirra, Assad Sýrlandsforseta. Hið áhugaverða viðtal við Sindra Guðjónsson má heyra hér á útvarpssíðu Vísis. Harmageddon Mest lesið Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon
Sindri Guðjónsson, þýðandi og lögfræðingur, er sérstakur áhugamaður um Mið-Austurlönd og dvaldi meðal annars í Jórdaníu á síðasta ári til þess að kynnast staðarháttum og menningu. Sindri skilur og talar arabísku og notaði dvöl sína í Jórdaníu einnig til að skerpa á tungumálinu. Þar kynntist hann fólki sem hafði tekið þátt í átökunum í Sýrlandi með hinum ýmsu baráttuhópum eins og Sýrlenska frelsishernum og Jabhat al-Nusra. Rætt var við Sindra í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun um hryðjuverkahópinn Íslamska ríkið, áður þekktur sem ISIS, sem að óhætt er að segja að sé orðin ein áhrifamesta fylking uppreisnarmanna í Sýrlandi og Írak enda hefur hann verið þar í stöðugri og mjög blóðugri sókn undanfarna mánuði. Sindri segir augljóst að Íslamska ríkið búi yfir mikilli hernaðargetu enda hefur hópurinn verið að berjast á mörgum vígstöðum í einu án þess að það hafi bitnað á árangri þeirra. Hópurinn hefur til að mynda barist við stjórnarherinn í Sýrlandi sem hefur verið vel studdur af Íran á sama tíma og þeir hafa barist þar við gömlu uppreisnarhreyfingarnar, eins og sýrlenska frelsisherinn (e. Free Syrian-Army) sem voru þó að kljást við sameiginlegan óvin þeirra, Assad Sýrlandsforseta. Hið áhugaverða viðtal við Sindra Guðjónsson má heyra hér á útvarpssíðu Vísis.
Harmageddon Mest lesið Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon