Þeir veiða mest sem mæta snemma Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2014 17:02 Mynd: Aðalbjörn Sigurðsson Góðar fréttir úr vötnunum í nágrenni Reykjavíkur hafa dregið marga veiðimenn að vötnunum og þegar veðrið er jafn gott og í morgun eru alltaf veiðimenn sem mæta til að taka nokkur köst fyrir vinnu. Til þess að árangurinn, í það minnsta í þessum tveimur vötnum, sé góður þarf að mæta snemma til að ná silungnum þegar hann er í ætisleit í morgunsárið. Almennt er besti tíminn frá ca. 6 til 9 á morgnana en þá er oft mikil uppítaka og reglulega gaman að kasta litlum púpum og þurrflugum. Eftir klukkan 9 dettur lífið alveg niður í ekkert og þannig var það í morgun við bæði vötnin. Veiðimenn sem voru við vötnin í morgun sögðu að nokkuð mikið líf hefði verið fyrst í morgun og sumir veiðimenn voru að ná 5-8 fiskum, aðrir minna en flestir voru þó að setja í einn og einn fisk. Menn voru sammála því að eftir klukkan 9 hætti takan oft alveg og fari ekki í gang aftur fyrr en seinni part dags, þá yfirleitt um klukkan 6 til 7 en sá tími dags er ekkert síðri en morguninn. Við mælum þess vegna með því að stilla klukkurnar fyrr en venjulega og mæta eldsnemma við bakkann og fara hljóðlega að vatninu. Eitt sem má benda á að lokum en það er að vaða ekki út í vatnið í fyrstu köstunum því fiskurinn er oft alveg upp í harðalandi fyrst á morgnana. Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði
Góðar fréttir úr vötnunum í nágrenni Reykjavíkur hafa dregið marga veiðimenn að vötnunum og þegar veðrið er jafn gott og í morgun eru alltaf veiðimenn sem mæta til að taka nokkur köst fyrir vinnu. Til þess að árangurinn, í það minnsta í þessum tveimur vötnum, sé góður þarf að mæta snemma til að ná silungnum þegar hann er í ætisleit í morgunsárið. Almennt er besti tíminn frá ca. 6 til 9 á morgnana en þá er oft mikil uppítaka og reglulega gaman að kasta litlum púpum og þurrflugum. Eftir klukkan 9 dettur lífið alveg niður í ekkert og þannig var það í morgun við bæði vötnin. Veiðimenn sem voru við vötnin í morgun sögðu að nokkuð mikið líf hefði verið fyrst í morgun og sumir veiðimenn voru að ná 5-8 fiskum, aðrir minna en flestir voru þó að setja í einn og einn fisk. Menn voru sammála því að eftir klukkan 9 hætti takan oft alveg og fari ekki í gang aftur fyrr en seinni part dags, þá yfirleitt um klukkan 6 til 7 en sá tími dags er ekkert síðri en morguninn. Við mælum þess vegna með því að stilla klukkurnar fyrr en venjulega og mæta eldsnemma við bakkann og fara hljóðlega að vatninu. Eitt sem má benda á að lokum en það er að vaða ekki út í vatnið í fyrstu köstunum því fiskurinn er oft alveg upp í harðalandi fyrst á morgnana.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði