Laxveiðin byrjar 5. júní Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2014 08:26 Fyrstu laxarnir eru mættir í árnar Það styttist hratt í að fyrstu laxveiðiárnar opni fyrir veiði en Blanda og Norðurá opna báðar 5. júní. Það hefur nú stundum verið nokkuð kapp á milli veiðimanna í þessum tveimur ám um að landa fyrsta laxi sumarsins og sum árin hefur það bara verið mínútuspurning hvor áin koma fyrsta laxinum á land. Nú þegar hafa fyrstu laxarnir sést í Norðurá og nokkuð líklegt þykir að laxinn sé líka mættur í Blöndu. Þegar rýnt er í gögn um seiðatalningar í nokkrum ám má alveg gera ráð fyrir því að sumarið geti orðið gott og þá sérstaklega á Suð- vestur og vesturlandi en seiðabúskapur í ánum þar, þá sérstaklega Langá, Haffjarðará, Grímsá, Þverá og Norðurá, þykir góður og öll merki eru um að sterkir árgangar hafi farið til sjávar í fyrra sem eiga að skila sér sem eins árs laxar á þessu sumri. Ástand sjávar hefur þó gífurlega mikil áhrif eins og sjá mátti á veiðisumrinu 2012 sem var afar slæmt sumar. Sumarið 2011 fóru ágætar seiðagöngur úr mörgum ánum sem skiluðu sér illa til baka en reiknaðar heimtur voru í sumum tilfellum líklega undir 1% sem er mjög léleg heimta. Allt bendir til að ástand sjávar sé gott og veiðimenn um land allt væntanlega kross fingur og vona hið besta. Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði
Það styttist hratt í að fyrstu laxveiðiárnar opni fyrir veiði en Blanda og Norðurá opna báðar 5. júní. Það hefur nú stundum verið nokkuð kapp á milli veiðimanna í þessum tveimur ám um að landa fyrsta laxi sumarsins og sum árin hefur það bara verið mínútuspurning hvor áin koma fyrsta laxinum á land. Nú þegar hafa fyrstu laxarnir sést í Norðurá og nokkuð líklegt þykir að laxinn sé líka mættur í Blöndu. Þegar rýnt er í gögn um seiðatalningar í nokkrum ám má alveg gera ráð fyrir því að sumarið geti orðið gott og þá sérstaklega á Suð- vestur og vesturlandi en seiðabúskapur í ánum þar, þá sérstaklega Langá, Haffjarðará, Grímsá, Þverá og Norðurá, þykir góður og öll merki eru um að sterkir árgangar hafi farið til sjávar í fyrra sem eiga að skila sér sem eins árs laxar á þessu sumri. Ástand sjávar hefur þó gífurlega mikil áhrif eins og sjá mátti á veiðisumrinu 2012 sem var afar slæmt sumar. Sumarið 2011 fóru ágætar seiðagöngur úr mörgum ánum sem skiluðu sér illa til baka en reiknaðar heimtur voru í sumum tilfellum líklega undir 1% sem er mjög léleg heimta. Allt bendir til að ástand sjávar sé gott og veiðimenn um land allt væntanlega kross fingur og vona hið besta.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði