Körfubolti

Snæfell fær Austin Magnus Bracey frá Hetti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Austin Magnus spilar með Snæfelli næsta vetur.
Austin Magnus spilar með Snæfelli næsta vetur. Mynd/austurfrétt.is

Dominos-deildarlið Snæfells gekk í kvöld frá samningi við bakvörðinn Austin Magnus Bracey sem kemur til liðsins frá 1. deildar liði Hattar á Egilsstöðum.

Austin Magnus er sonur Valray Bracey sem kjörinn var besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar árið 1982 þegar hann spilaði með Fram. Hann á íslenska móður og er með íslenskt ríkisfang.

Hann hefur leikið með Hetti undanfarin tvö ár og var lykilmaður hjá austfirðingum í vetur en liðið mætti Fjölni í lokaúrslitum umspils um laust sæti í Dominos-deildinni.

Austin Magnus skoraði að meðaltali 22,1 stig í leik í 1. deildinni í vetur, tók 4 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Hann var stoðsendinga- og framlagshæstur hjá Hetti á síðasta tímabili og bætti sig bæði í stigaskorun og stoðsendingum frá síðasta tímabili.

„Við erum sáttir að ná honum. Við erum að missa Jón Ólaf [Jónsson [Nonna Mæju] og erum að ganga í gegnum smá breytingar. Því er sterkt fyrir okkur að fá Austin í bakvarðarstöðuna. Svo erum við bara á fullu að reyna tefla fram nýju liði og klára þau mál,“ segir Ingi Þór Steinþórsson í samtali við Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.